Jæja. nokkrir tímar í leik. Og bara svona rétt að fara yfir stöðuna. eins og hún birtist mér. Þetta verður gífurlega jafn leikur. og þarna fara saman 2 lið sem eiga það sameiginlegt að vera skipulögð í hæsta máta.
ég hef sagt áður og segi enn, að Þjóðverjarnir eru komnir lengra en þeir hafa getu til í þessari keppni. hafa verið heppnir að vissu leyti. og mjög ósannfærandi gegn slöku liði Paraguy í 16 liða úrslitunum.
og þeir hafa verið á hælunum algjörlega undanfarin ár, og þú býrð ekki til meistara á 1 degi. þeir eru brothættir um þessar mundir og í dag munu þeir hitta ofjarla sína.

Bandaríska liðið (sem er að koma svo mörgum virðist vera á óvart) er nr.13 á heimslistanum. sætinu við hliðina á Englandi.
Þeir eru nánast ósigrandi undanfarin ár, en samt spilar ekkert landslið jafn marga leiki og þeir. Bruce Arena er búinn að gjörbreyta öllu skipulagi og uppbyggingu og það er bara búið að skila sér.
á undanförnum 2 árum hafa þeir unnið Argentínu 2 sinnum, Brasilíu, Þyskaland 2 sinnum, Irland og Holland svo dæmi séu tekin um sterka mótherja.

Þeir eru með eitt allra skipulagðasta lið heims í dag (það skipulagðasta að mínu mati, en best að sleppa öllum alhæfingum)
Þeir eru komnir með mjög góða einstaklinga. og þeir eru komnir með sjálfstraustið sem svo mikilvægt er. Þeir trúa og vita að þeir geta lagt hverja sem er að velli.

Og í Landon Donovan eiga þeir að mínu mati efnilegasta knattspyrnunmann heims í dag. og einn af 10 bestu leikmönnum heims í dag.

Hvernig svo sem leikurinn fer á eftir, þá er bara jákvætt hversu mikilli uppleið knattspyrnan er í USA. og það er gaman að fylgjast með þeim. framtíðin er björt.

Mitt mat er að Bandaríkin eru með mun sterkara lið en Þýskaland og vona ég að betra liðið fari áfram.

Ég var víst búinn að spá Usa- Italia í undanúrslitum. en það verður þá Bandaríkin Kórea eða Spánn. ég spái kórea.

ég stend við mína spá sem ég hef sagt undanfarið ár. AÐ USA myndi fara í undanúrslit allavega í HM 2002. og núna eru þeir 90 mín frá því.

Ég spái því að Bandaríkin verði heimsmeistarar og að Landon Donovan verði maður keppninnar!!!