USA komið í 8 liða úrslit. þetta hef ég sagt öllum í kringum mig í meira en ár. að Bandaríkin myndu fara í undanúrslit á HM.
Og það var svolegis helgið að mér og djókað.
En hvað er að gerast. Búnir að senda Portúgal heim. og núna Mexíkó.
Þjóðverjar eru jú komnir þangað og með mikla reynslu, að MJÖG óvænt. og Þjóðverjar eru mjög brothættir núna. mikil meiðsli og fleira.
Ég er sannfærður um að Bandaríkin sigra Þjóðverjana og mæta Itölum í undanúrslitum. og lengra þori ég ekki að spá á þessari stundu.
En ég spáði fyrir keppnina að London Donovan yrði maður keppninnar. og þá spurðu allir vinir mínir HA? HVER?? en þetta er gulldrengurinn í bandarískum fótbolta. aldrei komið fram slíkt efni áður þar og hann er að heldur betur slá í gegn. Maður keppninnnar spái ég.
Brian McBride hefur verið minn uppáhaldsmaður undanfarin ár, og ég er MJÖG sáttur við hann það sem af er. er að leika eins og engill.
Og svo eiga Mathis og Reyna mikið inni.
og náttúrulega engin spurning að Brad Friedel er besti markmaður keppninnar hingað til.
Að lokum verður að gefa Bruce Arena þessum frábæra þjálfara mikið hrós. hann skipuleggur liðið nánast af fullkomnun.
GO USA!!!!!!