Besti maður vallarins var nú samt Belginn Marc Wilmots sem skoraði mark í fyrri hálfleik á 34. mínútu held ég, en það var dæmt af vegna þess að hann rétt stuggaði við varnarmanninnum Lucio. Þetta var rangur dómur að mínu mati því að ef Lucio hefði ýtt svona blíðlega við Marc Wilmots efði ekki verið dæmd vítaspyrna.
Í seinni hálfleik voru Belgar miklu frískari og voru miklu líklegri til þess að skora til dæis átti Marc Wilmots skot frá vítateig en Marcos rétt náði að ýta boltanum í horn.
Nokkrum mínútum seinna átti hann annað skot sem var hnitmiðið og hefði farið örugglega í markið ef að Marcos hefði ekki bjargað aftur.
En svo á 67. mínútu fékk Rivaldo fyrirgjöf, tók hann í kassann og sneri sér að negldi boltanum í markið með viðkomu af belgískum varnarmannn, alveg óverjandi. Þá reyndi belgar að skora og sóknarmaðurinn Wesley Sonck var nálægt því tvisvar en það gekk ekki. Svo rétt fyrir leikslok fékk Ronaldo boltann og setti hann á milli lappanna á belgíska marðverðinum og þannig endaði leikurinn, nokkuð ósanngjarnt að það skiptir engu máli því að Brasilíumenn nýttu bara færin sín betur.
ég er ekki bara líffæri