"þessir Englendingar eru engir snillingar"
Það var gaman að sjá eitt kvöldið í vikunni er Arnar Björnsson var í tali í þættinum 442 á Sýn. Er hann læt þau orð falla “Þessir englendingar eru engir snillingar” og brosti laumulega eins og hann væri að segja einhvern sannleika sem aðrir Íslendingar væru að fela fyrir sér. Það sem pirrar mig mest við þetta er að allan veturinn er þessi maður að lýsa leikjum Ensku úrvalsdeildarinnar bestu deild í heimi eins og þeir á norðurljósum vilja meina (Og undirritaður nokkuð sammála. Hvernig geta þeir haldið því fram ef englendingarnir eru engir snillingar..auðvitað eru margir útlendingar í deildinni en englendingar eru alltaf undirstaðan…Arnar var að tala um hina frábæru Argentínumenn og frakka sem snillinga…sem ég reikna með að vinni ekki HM í þetta skiptið enda duttu þeir víst út fyrir Senegal, svíum, dönum og jú ENGLANDI. Mér finnst broslegt þegar menn segja sig annálaðir aðdáendur enska boltans og segja óspart að hann sé sá besti og skemmtilegasti að þegar að HM kemur verða þessir sömu aðdáendur suður-amerískra landsliða sem auðvitað eru léttleikandi en það er ekki mælikvarði á snillinga að mínu mati…Michael Owen er Knattspyrnumaður Evrópu myndi maður ekki flokka hann sem Snilling? hver efast um hæfileika David Beckham og Paul Scholes þeir kæmust í hvaða lið sem er!!! og hafsentarnir voru og eru eftirsóttir að stórliðum evrópu sem voru reiðubúnir að gera þá að hæstlaunuðustu mönnum síns liðs. þetta er óþolandi komment frá þeim manni sem þykist hafa svo mikið vit á enskum fótbolta. Arnar Björnsson segir stöðugt hversu mörg lið af snillingnum brasilía gæti stillt upp…hvað ætli hann hafi séð marga leiki með KLEBERSON..BELLETTI og aðra snillinga eins og hann vill kalla þá og ég fullyrði hefur aldrei séð þá með sínu félagsliði í Brasilíu…ætti þeir á stöð 2 ekki að hætta með hina rándýru enski deild sem ja uppstaðan í henni eru engir snillingar og sýna okkur frá frönsku deildinni eða þeirri ítölsku sem hefur verið að floppa illilega undanfarinn ár eða fá að sjá River Plate frá argentínu eða Sao Paolo frá Brasilíu vikulega… þettu eru hræsnileg ummæli fyrir þá sem fylgjast með HM og fyrir þá fjölmörgu sem halda með Englandi! þessir hæfileiku Englendingar eru komnir lengra en þessi snillingalið sem hafa það eitt sameiginlegt að vera frekar teknísk og léttleikandi en ætli maður þarf að hafa meira að bera en léttleika í fótbolta og ef ég held boltanum lengur á lofti en david beckham er ég þa meiri snillingur en hann í fótbolta ég bara spyr?