Spánverjar hófu seinni hálfleikinn af miklum krafti. Brotið var á Damien Duff inn í teig og dæmdi dómarinn umsvifalaust víti. Ian Harte tók spyrnuna sem þótti afar slök og markmaður Spánverja, Casillas, átti ekki í neinum erfiðleikum með að verja spyrnuna. Svo þegar ein mínúta var eftir fengu Írar annað víti eftir að Hierro varnarmaður Spánverja togaði harkalega í treyju eins Írans. Robbie Keane tók vítaspyrnuna og skoraði af öruggi við mikinn fögnuð stuðningmanna Íra. Venjulegum leiktíma lauk og leiðin lá í gullmark.
Ekkert mark kom í gullmarks framlengingunni og því fór þetta í fyrstu vítaspyrnukeppni mótsins. Þar klúðruðu Írar 3 vítaspyrnum í röð og Spánverjar klúðruðu 2 spyrnum. Í seinustu vítaspyni Spánverja þurfti Mendieta aðeins að setja boltann í netið og það tókst honum.
Spánverjar eru því komnir áfram í 8 liða úrslit eins og Senegalar sem unnu Svía í morgun með gullmarki. Glæsikegur árangur hjá báðum liðum.
Kveðja,
Crucio
sæll