Mexíkóar spiluðu skemmtilega knattspyrnu og kantspilið þeirra var öflugt og áttu Ítalir í miklum vandræðum með að dekka kantanna og ÍTalir björgðu einu sinni á línu eftir skemmtilega sókn frá hægri kanti. Ítalir voru stressaðir í leiknum hugsandi um að þeir myndu fylgja Argentínumönnum og Frökkum á flugvöllinn strax í dag. Á 78. mínútu gerðist eitthvað sem breytti leiknum, Del Piero kom þá inná fyrir Totti sem hafði átt lélegan dag. Del Piero skoraði svo mark á 85 mínútu og tryggði Ítölum 1 stig úr leiknum sem dugði þeim þar sem Ekvador sigraði Króatíu. Það er því Mexíkó og Ítalir sem fara upp úr riðlinum og Ítalir þurfa svo sannarlega að taka sig saman í andlitinu ef þeir vilja taka dolluna heim!
__________________________