Ítalía tryggði sér núna rétt áðan sæti í 16 liða úrslitum Heimsmeistarakeppninnar. Borguetti kom Mexíkó yfir með glæsilegu skallamarki á 34 mínútu. Markið var ósköð óvenjulegt enda var Borguetti að hlaupa frá markinu að vinstri kantinum þegar hann skallaði boltann með hnakkanum og boltinn lenti í markinu. Eins og í síðasta leik Ítalíu voru 2 mörk dæmd af þeim. Filippio Inzaghi skoraði fullkomnelga löglegt mark sem dæmt var af vegna rangstæðu, Pippo var þarna réttstæður en Vieri var fyrir innan en en hann átti engann þátt í sókninni. Hitt markið sem dæmt var af Ítölu var engu að síður réttlega dæmt af.

Mexíkóar spiluðu skemmtilega knattspyrnu og kantspilið þeirra var öflugt og áttu Ítalir í miklum vandræðum með að dekka kantanna og ÍTalir björgðu einu sinni á línu eftir skemmtilega sókn frá hægri kanti. Ítalir voru stressaðir í leiknum hugsandi um að þeir myndu fylgja Argentínumönnum og Frökkum á flugvöllinn strax í dag. Á 78. mínútu gerðist eitthvað sem breytti leiknum, Del Piero kom þá inná fyrir Totti sem hafði átt lélegan dag. Del Piero skoraði svo mark á 85 mínútu og tryggði Ítölum 1 stig úr leiknum sem dugði þeim þar sem Ekvador sigraði Króatíu. Það er því Mexíkó og Ítalir sem fara upp úr riðlinum og Ítalir þurfa svo sannarlega að taka sig saman í andlitinu ef þeir vilja taka dolluna heim!
__________________________