Í morgun var leikið í þriðju umferð F-riðilsins eða dauðariðilsins og ég ætla að skrifa um leikinn hjá Svíþjóð og Argentínu.
Argentínumenn þurftu að sigra til að vera öruggir áfram. Þeir byrjuðu leikinn af miklum krafti og voru miklu meira með boltann í fyrri hálfleik og þeir sóttu og sóttu. En Argentínumönnunum tókst ekki að skora og staðan var 0-0 í leikhléi. Svíar voru mun beittari í sóknum sínum í seinni hálfleik heldur en þeim fyrri. Og á 59. mínútu skoraði Svensson frábært mark af 25 metra færi beint úr aukaspyrnu. Svíar voru því komnir í 1-0. Nú þurfti Argentína að sækja og þeir gerðu það en þeir náðu samt ekki að skora úr öllum færunum sem þeir fengu.
En á 88. mínútu nældi Ortega sér í vítaspyrnu eftir að han hafði verið felldur af Andersson. Ég man ekki alveg hver tók vítið en Hedman varði það vel frá held ég Ortega en Crespo náði að fylgja eftir og skora. Staðan var orðin 1-1 og dramatískar lokamínútur í vændum. Argentínumenn sóttu mikið og Svíar reyndu að nýta sér það og skutu í slánna.
En leiknum lauk með 1-1 jafntefli og Svíar skildu Argentínumenn eftir og það er mjög óvænt að bæði Argentína og Frakkar sitji eftir þegar riðlakeppnin er búin en margir spáðu þessum liðum mestri velgengni.
Lokastaðan í riðlinum er því svona:



L U J T STIG
Svíþjóð 3 1 2 0 5
Englan 3 1 2 0 5
Argentína 3 1 1 1 4
Nígería 3 0 1 2 1