Frakkar urðu Heimsmeistarar árið 1998, öllum að óvörum á heimavelli sínum í Frakklandi, eftir að hafa unnið sitjandi Heimsmeistara frá Brasilíu í úrslitaleik.. Tveimur árum síðar unnu þeir síðan annan úrslitaleik, er þeir unnu Ítalíu í Evrópumótinu í knattspyrnu. Í millitíðinni höfðu þeir síðan orðið Álfumeistarar.
Þegar menn fóru að spá í þetta heimsmeistaramót, HM 2002 í Asíu, bar vanalega ávallt upp á góma að Frakkar kæmust mjög langt, ef þeir ynnu ekki bara aftur Heimsmeistaratitilinn. Þeir komu til leiks með stjörnuprítt lið. Í liðinu voru þeir með Thyerry Henry (Markakóng Englands), David Trezueget (Markakóng Ítalíu), Djibril Cisse (Markakóng Frakklands), Zinendine Zidane (Besti knattspyrnumaður heims, síðari ára), Patrick Viera (af mörgum talinn einn besti miðjumaður heims) og fleiri og fleiri stórstjörnur.
Fyrirliðinn úr sigurliðunum, Dider Deschamps var hættur og einnig varnarmaðurinn Laurent Blanc. Það átti nú ekki að koma að sökum.
Frakkar gerðu nú hins vegar ekki neinar rósir, og eru án nokkurs vafa vonbrigði HM 2002. Það hefur ekki gerst síðan 1966 að sitjandi heimsmeistarar komast ekki upp úr riðlakeppninni og ég held að ég fari rétt með það að sitjandi heimsmeistarar hafi alltaf náð allavega að skora eitt mark í næstu keppni á eftir. Því náðu Frakkar ekki einu sinni.
Það var vitað mál að erfitt væri fyrir Frakkana að fylgja þessum glæsta árangri eftir, en það hefur sennilega fæstum dottið þetta í hug að Frakkar myndu skíta svona rækilega á sig. Frakkar voru nýbúnir að framlengja samninginn við Roger Lemmerre til tveggja ára, þannig að þeir sitja víst uppi með hann til næstu tveggja ára, ef hann segjir ekki af sér. En það verður spennandi að vita hvort Franska liðið verður byggt upp frá grunni og breytt eða verði svipað í framtíðinni.