Síðast liðið sumar, keyptu Arsenal 21 árs gamlann
miðjumann fra Japan. Þá var aðeins ár í HM 2002 í Kóreu
og Japan, og gerðu Arsenal hálfgerða tilraun með þessu
til þess að græða smá pening. Þeir fengu leikmanninn
fyrir lítið, og ætluðu að nota hann til þess að selja
mikið af Arsenal treyjum með nafni hans aftan á til
Japan. Þess vegna er hann oft kallaður T-bolurinn.
Þessi leikmaður, fékk ekki að spila einn einasta leik
með Englandsmeisturunum í ensku Úrvalsdeildinni síðast
liðið ár, en fékk að spila örfáar mínútur með þeim í
deildarbikarnum.
Þessi leikmaður sem nú er orðinn 22 ára, heitir að
sjálfsögðu Junichi Inamoto. Hann er búinn að skora 2
mörk af 3 fyrir Japan í 2 leikjum á þessu
Heimsmeistaramóti, og margir telja að hann hafi verið
maður leiksins í báðum þessum leikjum. Japanir unnu
Rússa m.a. 1-0, einmitt með marki frá Inamoto, en það
var fyrsti sigur Japana á HM.
Nú hlýtur Arsene Wenger, stjóri Arsenal að fara að nota
Inamoto og sjá hvort hann geti ekki orðið lykilmaður í
liði Arsenal eftir nokkur ár.