Fyrri hálfleikurinn var frekar bragðdaufur og frekar lítið að segja um hann nema að Króatar spiluðu varfærnislega og virtust sætta sig við jafntefli. Ítalir byrjuðu af krafti, eins og í leiknum á móti Ekvador en slökuðu síðan verulega á. Það sem ég hefði viljað var að Trapattoni setti Inzaghi inn í byrunarliðið, en það hefði lífgað mjög upp á sóknarleik þeirra. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með Totti, en hann sinnti hlutverki sínu (að koma boltanum til Vieri) engan veginn nógu og vel
Fyrri hluti seinni hálfleiks var mun skárri hjá Ítölum, Vieri fékk nokkur færi og skoraði loksins á 55 mínútu. Ef ég hefði verið Trappattoni, þá hefði ég látið Inzaghi inn á og reynt að láta þá klára leikinn. Þess í stað byrjuðu þeir að spila mjög máttleysislega og það var eins og þeir héldu að allt kæmi að sjálfu sér. Það gerði það að sjálfsögðu ekki og Króatía reyndi hvað hún gat að jafna og að lokum gerðu þeir það þegar varamaðurinn Ivica Olic jafnaði á 73. mínútu. Ítalirnir héldu áfram að spila jafn máttleysislega og fyrr og enn var Inzaghi ekki settur inn á. Króatíumenn héldu áfram að sækja og Rapaic skoraði hálfgert heppnismark á 76. mínútu. 2-1 fyrir Króatíu. Nú loksins byrjuðu Ítalir að reyna eitthvað af ráði en allt kom fyrir ekki, því Króatíumenn lögðust í vörn. Totti tók við sér og tók eina YNDISLEGA aukaspyrnu af 25m. sem fór í stöngina. Nú LOKSINS var vinuur okkar Inzaghi settur inn á en þá voru bara örfáar mínútur eftir og menn þurfa nokkrar mínútur til að komast inn í leikinn. Það kom ekki í veg fyrir að Inzaghi skoraði mark þegar 2 mínutur voru komnar yfir venjulegan leiktíma en aðstoðardómarinn dæmdi það af að því er virtist fyrir peysutog. Nú held ég með Ítölum í keppninni þannig að ég er kannski ekki í aðstöðu til að dæma um það en ég sá ekki neitt peysutog og það var frekar eins og Króatíumaðurinn togaði í Inzaghi. Það á örugglega eftir að vera mikið deilt um þetta á komandi dögum. Samt fannst mér Króatar eiga sigurinn fyllilega skilið, en Ítalíu vantaði alla grimmd en nú verða þeir bara að vinna Mexíkómenn.
Nú er ekkert víst hvor Ítalir komist upp úr riðlinum en ég spái því að þeir vinni Mexíkómenn og Króatar vinni Ekvador, þannig að lokasaðan í g riðli verður svona:
1.Króatía 6 stig
2.Ítalía 6
3.Mexíkó 3
4.Ekvador 0
Því meira sem maður lærir, því minna veit maður