Þá er lokið leiknum sem allir biðu eftir, Englendingum tókst að hanga á einu marki þrátt fyrir að þurfa að pakka í nauðvörn síðustu 25 mínúturnar. Rosalega eitthvað mikið England að skora eitt á 44. mínútu og gera svo lítið annað allan leikinn en að hanga í vörn. Þessi leikur minnti óþægilega mikið á fyrri heimsmeistarakeppnir þar sem maður hefur þurft að horfa á svona 1-0 leiki aftur og aftur.

Það er líka sorglegt þegar jafnvel stórfínir dómarar eru farnir að falla fyrir leikaraskap eins og Michael Owen sýndi þegar hann bjó til þessa vítaspyrnu. Það sést svo greinilega í endursýningunni frá endalínunni að Argentínumaðurinn sparkar í áttina en dregur að sér fótinn um leið, kemur aldrei við Owen í ásetningi. Owen hins vegar hleypur beint á hnéð á honum og gefur stórfína leiksýningu sem dómarinn fellur fyrir.

Það er sorglegt að svona leikur þar sem bæði lið eru að skapa ágæt færi skuli vinnast á dómaramistökum.

obsidian