Árið 1982 vannst stærsi sigur í sögu Heimsmeistarakeppnanna í knattspyrnu karla. Unnu lið Ungverja þá lið El Salvador, 10 - 1. Þrátt fyrir þennan ótrúlega sigur Ungverja, þá sátu þeir eftir í riðlakeppninni og fóru, því ekki áfram.
Núna á HM 2002 unnu Þjóðverjar Sádi Araba, 8 - 0, eins og væntanlega allir vita. Í öðrum leik Þjóðverja, gerðu þeir hins vegar 1-1 jafntefli við Íra.
EF Írar vinna Sáda í lokaleik þeirra í riðlinum, eru Írar áfram, sem má telja góðar líkur. Þá þurfu ÞJóðverjar að spila úrslitaleik um við Kamerúna í sínum lokaleik í riðlinum, ef Kamerúnar vinna Sádi Araba, sem verður nú að teljast mjög líklegt.
Þetta segir okkur það, að Þjóðverjar geta fetað í fótspor Ungverja, 1982 og unnið stórsigur í einum leiknum í riðlinum, en samt ekki farið áfram. En þá þurfa Afríkumeistarar Kamerúna líka að vinna Þjóðverjana.