Núna þegar fyrsta umferðin í öllum riðlum er búinn og ég er búinn að sjá lang flesta leiki þá ákvað ég að spá aðeins í hvernig mótið færi. Ég byrjaði á að spá í riðlana svo í 16 liða úrslit og svo framvegis.

A.Riðill
1.Frakkland
2.Danmörk
3.Senegal
4.úrúgvæ

það eru örruglega mjög margir ósamála mér þarna og segja að senegalar komist áfram en ég held að Frakkar vinni næstu 2 leiki og Danir vinni senegala. þannig að það verða 3 lið með 6 stig en Frakkar og Danir verða með betra markahlutfall

B.Riðill
1.Spánn
2.Paragvæ
3.Slóvenía
4.S-Afríka

Paragvæar komast áfram frekar en slóvenar og s-afríka þeir voru að mínu mati óhepnir að sigra ekki í seinasta leik. Spánn er bókað áfram

C.Riðill
1.Brasilía
2.Tyrkland
3.Kostaríka
4.Kína

Ég er nokkuð örrugur á að þessi riðill endi svona ég held að kosta ríka eigi ekki möguleika í Tyrki

D.Riðill
1.Bandaríkin
2.Portugal
3.S-kórea
4.Pólland

fyrir leikinn í dag spáði ég portúgölum og Kóreu mönnum sigur en ef Bandaríkja menn spila eins og í dag þá eiga kórea og pólland ekki sjens. Portúgalar koma hins vegar snældu vitlausir og sigra næstu 2 leiki en aðeins ef þeir laga vörnina.

E-riðill
1.Þýskaland
2.Kamerún
3.írland.
4.Sádi-Arabía

þjóðverjar vinna bæði kamerún og írland þannig að írar og kamerúnar keppast um að skora sem flest mörk á móti sádum sem bæta met í að fá sem flest mörk á sig í einni kepni :)

F-riðill
1.Argentína
2.Svíþjóð
3.England
4.Nígería

Fyrir mig arsenal mannin þá er mjög leiðinlegt að sjá öll þessi lið saman í riðli. Argentína held ég er nokkuð pottþétt upp úr riðlinum svo er erfitt val á milli svía og englendinga ég veðja á svía veit samt eiginelga ekki af hverju.

G - Riðill
1.ítalía
2.Mexíkó
3.Króatía
4.Ekvador

Fyrir fyrstu umferðina bjóst ég við króatíu í annað sæti en núna held ég að þeir eigi ekki sjens. ítalir eru auðvitað pottþétt í fyrsta sæti

H-Riðill
1.Rússland
2.Japan
3.Belgía
4.Túnis

í þessum riðli eru lið sem ég veit eiginlega minnst um spurning um rússa eða japana í fyrsta en ég spái að rússar vinni japani og komi sér þannig í fyrsta sætið

16 liða úrslit
Þýskaland - Paragvæ = 1
Frakkland - Svíþjóð = 1
Argentína - Danmörk = 1
Spánn - Kamerún = 1
ítalía - Portúgal = 1
Brasilía - Japan = 1
Rússland - Tyrkland = 2
Bandaríkin - Mexíkó = 1

8 liða úrslit
Frakkland - Brasilía = 2
Þýskaland - Ítalía = 2
Spánn - Bandaríkin = 1
Argentína - Tyrkland = 1

4 liða úrslit
Ítalía - Spánn = 1
Brasilía - Argentína = 2

3 sæti
Brasilía - Spánn = 1

1 sæti
Ítalía - Argentína = ***********ÍTALÍA HEIMSMEISTARI 2002**********

Endilega commentið og komið með ykkar eigin spá