Ég verða að segja að ég hef sjaldan séð jafn fjörugan leik á æfi minni! Ég var persónulega búin að búast við að Brassar rassskelltu Tyrkina soldið en önnur var raunin! Leikurinn byrjaði rólega en þegar 2 mínútur voru komnar yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik skoruðu Tyrkir með hreint frábæru marki! Staðan var semsagt 1-0 í hálfleik. Svo 5 mínútum eftir að leikmenn gengu úr búningsherbergjum skoraði Ronaldo með frábæru marki eftir frábæra fyrirgjöf. Staðan var 1-1. Svo koma nokkur dauðafæri á báðum endum vallarins en Brassarnir virðast samt hafa yfirhöndina og stjórna leiknum með prýði. Svo loksins þegar nokkrar mínútur eru eftir brýst einn Brassana (man ekki hver það var) í gegn um vörn Tyrkja og fellur niður inní vítateig en og varnarmaður Tyrkja fær að líta rauða spjaldið og sendur út af. Rivaldo tekur spyrnuna og skorar af öryggi. Staðan 2-1. Svo á loka sekóndum leiksins dæmir dómarinn umdeilda hornspyrnu sem í rauninni á að vera víti á markmann Tyrkja(Rüstu) en það verður hægt að deila um. En þegar Rivaldo á að fara taka hornið sparkar einn Tyrkinn boltanum í áttina til hans, boltinn smellur í hnéin á honum og hann dettur niður. Dómarinn tekur upp rauða spjaldið í annað skiptið í leiknum og vísar Tyrkjanum útaf! Svo flautar þessi umdeildi dómari til leiksloka og mennirnir í rauðu fara grautfúlir útaf en þeir gulu og bláu hoppandi af gleði! Menn geta ábyggilega deilt um þennan leik endalaust og heyrðist það á Arnari Björnssyni að hann var ekki ánægður.

*Snappy*