Þegar menn hugsuðu um markahæsta leikmann keppninar held ég að engum datt í hug þennan Þýska leikmann, Miroslav Klose. Klose sem er 182 cm. á hæð skoraði 3 skallamörk í dag í stórum sigri Þjóðverja á Sádi Arabíu. Hann er núna búinn að skora 11 mörk í 13 landsleikjum. Klose fæddist Opole í Póllandi og bjó þar til hann var 9. ára. Hann spilaði fyrsta landsleikinn sinn á móti Albönum í Mars 2001 þegar hann kom inná sem varamaður og skoraði í þeim. Klose verður 24 ára 9. júni næstkomandi. Klose spilar núna með Þýska liðinu Kaiserslautern og spennandi að sjá hvort hann fer til stærra liðs eftir þessa keppni. En það er örrugt að Klose er strax búinn að koma á óvart og skyggir kanski á alla athyglina sem Ballack fær. Klose valdi frekar að spila með Þýskalandi heldur en Póllandi í fyrra og greinilegt að hann valdi rétta kostinn.