Markakóngur HM í Frakklandi 1998 var Davor Suker, en hann verður með á þessu móti með Króötum. En verður Suker aftur markakóngur…ég hef ENGA trú á því!
Hver verður markahæstur á mótinu í sumar ? Ég hef ekki heyrt miklar umræður um það, en ég hef pikkað út 10 sem mér finnst geta komið sterklega til greina.
En hverjum datt í hug að Suker yrði markahæstur '98 ? Ekki mér allavega. Þannig að það gæti komið verulega á óvart hver yrði markahæstur. Ég ætla að leyfa mér að birta listann hér á eftir, og svo er bara að sjá hvort þið eruð sammála mér eða ekki.
Raul Gonzales Blanco (Spánn)
Michael Owen (England)
Christian Vieri (Ítalía)
Hernan Jorge Crespo (Argentína)
David Trezuguet (Frakkland)
Nuno Gomez (Portúgal)
Ronaldo (Brasilía)
Emile Mpenza (Belgía)
Gabriel Omar Batistuta (Argentína)
Thyerry Henry (Frakkland)