Mikið hefur verið rætt um hvaða lið á eftir að verða svokallað Spútniklið á Heimsmeistarakeppninni í sumar. Ég hef heyrt ýmsar hugmyndir um það. Meðal annars: Senegal, Pólland, Suður Kórea, Bandaríkin,Rússland, Tyrkland…og þannig mætti lengi telja. Mín skoðun á þessu er sú að það er náttúrulega aldrei hægt að bóka neitt á svona mótum, þannig að litlu liðin geta náttúrulega bæði komið á óvart og verið bara mjög slök.
Hvaða lið haldið þið að verði Spútnik-liðið á HM 2002 ?
Ég hef hins vegar trú á liði sem margir hafa gagnrýnt, sagt að verði vonbrigði í sumar og bara lélegir. Ég ætla alls ekki að halda með þessu liði en liðið sem ég ætla að spá að komi á óvart verði…..Þýskaland.
Þýskaland !