Mér finnst Argentína ofmetnir, þeir hafa ekki verið að spila vel í æfingaleikjunum, leikmenn hafa ekki verið að ná saman. Ég spái því að það eigi eftir að koma mjög á óvart hvað þeim mun ganga illa. Þeir eru með góða einstaklinga en ef þeir ná ekki alveg fullkomlega saman er þetta búið, því einstaklingsframtök ein og sér duga ekki á móti flestum þessum liðum sem eru á HM. Eru þið sammála mér í þessu? Síðan langar mér líka að spyrja um væntingar ykkar til HM haldi þið að þetta verði skemmtilegra en HM98? Persónulega held ég að þetta verði skemmtilegra af því að það er langt síðan að liðin hafa verið svona jöfn, það eru svo mörg góð, eru þið sammála þessu?
“Það vantar Ryan Giggs á HM þetta er hræðilegt”