Smith í startholum- alltaf einhver að meiða sig!
Vinur minn og félagi, þó ekki sé hann uppáhaldsleikmaður ykkar flestra í ensku, Alan Smith, hefur verið settur í startholurnar og á að skjótast til Japan ef einhver meiðist hjá tjallanum. Ástæðan er að hann stóð sig ofsa vel á Evrópumóti U-21 árs landsliða og var kosinn maður leiksins í (að ég held) öllum leikjum Englendinga. Erikson var ánægður með að heyra um frammistöðu pilts og bað hann um að vera ready. Danny Murphy er víst hálf ómögulegur í fætinum og hefur ekkert æft sl daga en Butt er víst orðinn sprækur og mun pottþétt verða með. Þetta voru góðar fréttir fyrir Leeds-fana, það er nú ekki mikið um góðar fréttir fyrir okkur nú. Bowyer að fara, Dacourt líka og sennilega fer Kewell þegar markaðurinn opnar á ítalíu í júli, en hann á bara ár eftir af samning og hefur sagt að hann langi til súper liðs á ítalíu eða spáni. Sjitt og aftur sjitt. Leedsarar eru að hugsa um að kaupa strák i U-21 árs liðinu(man ekki nafn) sem er varamaður fyrir Palmer, vinstri bakkara í Charlton því ekki er óhugsandi að Ian Harte fari líka í sumar. Sjitt og aftur sjitt. Og Keegan var fljótur að semja við Anelka sem spilar (nánast pottþétt) með Man City í vetur, prísinn var 12 millur, takk fyrir.