Mikið hefur verið af vináttuleikjum síðustu daga enda eru flestallar þjóðirnar sem spila á HM að klára undirbúning sinn áður en farið er í keppnina.
Nú í morgun spilaði England við gestgjafana Suður Kóreu og fóru leikar 1-1, Owen kom Englandi yfir í fyrri hálfleik en það var Ji-Sung Park sem jafnaði metin með skalla eftir horn og hræðilega dekkingu Englendinga.
20.maí keppti Suður Afríka við Skotland og fóru leikar 2-0 fyrir S-Afríku og voru það Tebogo Makoenna og George Koumantarakis sem skoruðu mörkin.
19.maí var Bandaríkjamönnum skellt af Hollendingum 0-2 og voru það Roy Maakay og Andy Van Der Meyde sem skoruðu mörkin. Ekki er þetta nú nógu gott veganesti fyrir Bandaríkjamenn á HM.
18.maí voru þónokkuð margir leikir.
Tékkar komu skemmtilega á óvart og sigruðu Ítali með marki frá Vladimir Smicer. Þess má geta að Tékkar komust ekki á HM.
Frakkar töpuðu sínum fyrsta leik á Stade de France í tvö ár gegn Belgum. Fór leikurinn 1-2 og skoruðu Marc Wilmots og Johan Walem og Frank Lebouef skoraði mark Frakka.
Þjóðverjum náðu sér heldur betur á strik gegn Austurríkismönnum eftir vonbrigðin gegn Wales. Þeir tóku þá gjörsamlega í kennslustund og sigruðu 6-2 með mörkum frá Miroslav Klose(3), Marco Bode(2) og Daniel Bierofka en Rene Aufhauser og Roman Wallner náðu að setja 2 mörk fyrir Austurríkismenn.
Nígeríumenn rétt náðu að sigra Jamaíkumenn 1-0 með marki frá James Obiorah.
Pólverjar náðu sér einnig á strik aftur eftir að A-landsliðið tapaði fyrir B-landsliðinu í vináttuleik um daginn með sigri á Eistverjum 1-0 og var það Zurawski sem skoraði markið.
Næstu daga verður einnig mikið um að vera og margir vináttuleikir, ég mæli með að þið fylgist með þessu á www.fifaworldcup.com.