Teddy Sheringham telur að vellirnir í Asíu muni ekki henta Englendingum vel og eins telur hann að veðurfarið muni reynast sínu liði erfitt. Hann heldur að aðstæður komi til með að henta liðunum frá Suður Ameríku mun betur.
Teddy telur að hitinn og loðnir vellirnir muni henta Argentínumönnunum vel en England mætir þeim einmitt þann 7. júní. Framherjinn sagði: “Við verðum að venjast þessu mjög fljótt því við verðum að aðlaga okkur að hægari leik. Þetta verður sko enginn einnar snertingar bolti eins og í úrvalsdeildinni. Grasið hægir á knettinum og við verðum að átta okkur á því hvernig hann rúllar. Vellirnir eru mjög loðnir og rakinn mun henta Suður Ameríkönunum. Þetta verður því gott fyrir Brasilíumenn, Argentínumenn og Japanana líka.”