
Teddy telur að hitinn og loðnir vellirnir muni henta Argentínumönnunum vel en England mætir þeim einmitt þann 7. júní. Framherjinn sagði: “Við verðum að venjast þessu mjög fljótt því við verðum að aðlaga okkur að hægari leik. Þetta verður sko enginn einnar snertingar bolti eins og í úrvalsdeildinni. Grasið hægir á knettinum og við verðum að átta okkur á því hvernig hann rúllar. Vellirnir eru mjög loðnir og rakinn mun henta Suður Ameríkönunum. Þetta verður því gott fyrir Brasilíumenn, Argentínumenn og Japanana líka.”