Valeri Lobanovsky einn besti þjálfari heims seinnustu 30 ár lést á sjúkrahúsi kl 20:35 Kyiv tíma mánudag 13 maí.
Lobanosvky hné niður 7 maí þegar Dynamo Kyiv vann Metalurg Zaporizhzhia og var fluttur í skyndi á spítala í Zaporizhzhia þar sem hann náði aldrei meðvitund.
Lobanovsky var þjálfari Úkraínu í undankeppni HM en hætti er þeir töpuðu fyrir Þjóðverjum í útsláttarkeppninni um sæti á HM, hann var með Dynamo Kyiv liðið á sama tíma og hélt þjálfara stöðu þar allt til dauðadags.
Lobanovsky byrjaði að þjálfa Dynamo liðið fyrir 3 áratugum árið 1973 og stýrði liðinu til 8 sóvéskra titla og á sama tíma var hann einnig þjálfari sóvéska landsliðssinns. Hann var hjá Kyiv liðinu allt þar til eftir HM 1990 þá hætti hann og fór út fyrir landssteinnanna en sneri aftur til Dynamo árið 1996 og hefur unnið deildinna öll þau tímabil sem hann var þar og var á góðri leið með að bætta 6 titlinum í röð í safnið.
Lobanovsky stýrði liðinu í seinnustu 5 meistaradeildum og náði liðinu í undanúrslit árið 1999 með Andryi Shevchenko í broddi fylkingar.
Lobanovsky var 63 ára er hann lést.