Það á gjörsamlega ekki af Englendinga að ganga. Núna er talið öruggt að Kieron Dyer komist ekki á HM vegna hnémeiðsla sem hann hlaut í leik Newcastle og Southampton. Hann er búinn að vera lengi meiddur á hné og hann er búinn að vera verulega óheppinn að mínu8 mati. Einnig er spurning með Steven Gerrard sem þarf kannski að fara í uppskurð vegna meiðsla sem hrjáðu hann fyrr í vetur. En það er þó lán í óláni því að David Beckham er byrjaður að hlaupa eftir fótbrotið.
Þannig að samtals komst ekki að minnsta 2 lykilmenn á HM hjá Englandi. Það eru Dyer og G. Neville sem er ristarbrotinn. Og þriðji leikmaðurinn kemst kanski ekki. Fyrst að svona margir lykilmenn í lið Englendinga komast ekki held ég að England eigi ekki mikla möguleika á að vinna HM.
Takk fyrir: Finisboy !!!