Ég átti leið inní Eymundsson í Smáralind núna í dag og rakst ég ekki þar á lítinn kassa sem innhélt HM kort! Ég hef safnað ávallt öllum myndum síðan ég man eftir mér og vakti það strax mikla athygli að myndirnar eru ekki í límmiðaformi heldur líta út eins og spil! En þegar ég ætlaði að borga fyrir pakkann fékk ég nett sjokk því verðið á þessum gullna varningi er algjör viðurstyggð! 300 kr. fyrir 6 myndir í 140 mynda seríu! En alltaf á tveggja ára fresti þ.e.a.s. þegar HM og EM eru á sumrin, endar maður alltaf á að eyða aleigunni í þessi spjöld en fróðleikurinn er mikill og hreinlega nauðsynlegur til þess að njóta knattspyrnu veislunnar til fulls! Þess vegna hvet ég alla að fara niðrí Eymundsson og kaupa sér 2-3 pakka til að bera þessa nýju glansmyndaseríu augum. Seríunni er skipt í:
1 Verðlaunagripurinn
1 official merkið
1 official lukkudýrið
17 HM-sögu spjöld með fróðleik um hverja keppni
99 leikmenn með allskonar fróðleik aftan á
20 logo félaganna
1 Check-listi
Vonandi byrja sem flestir að safna góða skemmtun og njótiði spilanna og HM…
*Snappy*