Segjum svo að það yrði lögð tillaga fram um að halda HM á Íslandi. Segjum svo líka að aðstæður væru eins og þær eru núna. Við gætum aldrei haldið mótið. Þetta land er svo fámennt að það hefur aldrei verið byggður leikvangur sem stendst kröfur FIFA eða Knattspyrnusambands Evrópu. Það þyrfti að byggja í kringum Laugardalsvöllinn og byggja svo annan stóran leikvang sem myndi kosta mjög mikið. Það þyrfti líka að herða öryggisreglur og fjölga bílastæðum mjög mikið. Svo yrði líka erfitt að taka á móti öllu fólkinu sem keppninni fylgir; stuðningsmönnum, liðum, fréttamönnum og aðstandendum keppninnar og starfsmönnum hennar. Það er ekki nóg af hótelum til að taka allt þetta fólk í gistingu.
Fyrir okkur Íslendinga, eða kannski þá Íslendinga sem þykja knattspyrna skemmtileg afþreying þá þætti mér magnað ef að HM eða EM yrði haldin hér á Íslandi. Hins vegar er þetta bara fjarlægur draumur. En það kemur þó ekki í veg fyrir að maður fái að fara á HM leik. Sjálfur stefni ég á að fara á HM í framtíðinni og ég veit að ég er alls ekki einn um það. Í sumar ætla ég að reyna að missa ekki af einum leik! Allir að horfa sem mest í sumar og áfram England!!
Kveðja,
The Snowman