Er allt þegar þrennt er?
Fyrirliði Túnismanna, markmaðurinn Chokri El Ouaer, sagði á fimmtudaginn að hann ætlaði að leggja hönskunum áður en HM hæfist. Ekki er víst hvað verður því þetta er í þriðja sinn sem hann lýsir því yfir að hann sé að hætta. Alltaf hefur tekist að fá hann til að hætta við að hætta.
El Ouaer verður 36 ára í ágúst og hann segist ekki hafa heilsu í þetta lengur. \“Hinir miklu verkir sem ég er alltaf með í bakinu gera það að verkum að ég verð að hætta. Ég hef tekið ákvörðun. Ég vil ekki fara á HM og standa mig illa. Ég gæti svo sem gníst tönnum og farið til Japan en samviska mín leyfir það ekki,\” sagði markmaðurinn.
El Ouaer hefur leikið mestallan feril sinn með Esperance Tunis og hann varð meistari með liðinu í fimmta sinn í röð í ár. Hann á 95 landsleiki að baki og var með í HM í Frakklandi. Hann hafði stutta viðdvöl hjá Genoa á Ítalíu snemma á leiktíðinni en gekk ekki vel og sneyptist heim aftur. Túnis leikur í riðli með Belgíu, Japan og Rússlandi í HM og fæstir telja liðið eiga nokkra möguleika.


Tunis á ekki eftir að ná góðu sæti á HM held ég hvað haldið þið og það er ekki mikill missir að 36 ára gamall markmaður hætti nema að hann sé geðveikur sérstaklega með mikið af bakverkum en hann ætti nú að klára HM