Úrslit Getraunarkeppninnar, Sigurvegarinn er…? Tekið af Mbl.is:

Ítalir Heimsmeistarar
“Ítalir eru heimsmeistarar í knattspyrnu eftir 5:3 sigur á Frakklandi eftir vítaspyrnukeppni í mjög svo dramatískum leik. Zinedine Zidane kom Frökkum yfir á 7. mínútu en tólf mínútum síðar jafnaði varnarmaðurinn Marco Materazzi. Fleiri mörk voru ekki skoruð í venjulegum leiktíma og því varð að framlengja. Ekkert mark var skorað í framlengingunni en Zidane var vikið af leikvelli fyrir að skalla Marco Materazzi í brjóstið, og endaði þar með feril sinn á leiðinlegan hátt.
Úrslitin réðust því í vítaspyrnukeppni og þar voru Ítalir sterkari. Þeir skoruðu úr öllum fimm vítaspyrnum sínum en varamaðurinn David Trezeguet, sem var hetja Frakka þegar þeir unnu Ítali í úrslitaleik Evrópukeppninnar árið 2000, skaut í þverslána og það verður Fabio Cannavaro sem mun lyfta styttunni frægu.”

Hæ :)

Þá er frábærri HM keppni lokið og það þýðir að Getraunakeppninni er líka lokið!:(
Hér fyrir neðan koma úrslitin í undanúrslitunum, leiknum um 3 sætið og í úrslitaleiknum einnig kemur fram hver vann, hverjir voru markahæstir í keppninni og hvernig listanir hafa breyst.
Vonandi hafið þið gaman af.


Undanúrslit


Ítalía Vs. Þýskaland
2-0

Frakkland Vs. Portúgal
1-0


Leikur um 3 sæti

Þýskaland Vs. Portúgal
3-1


Úrslit

Ítalía Vs. Frakkland
1-1

5-3 í vítaspyrnukeppni.


Svona fór HM en Getraunakeppnin er eftir!!

Sá sem að vann getraunakeppnina og er hér með krýndur sigurvegari HM getraunarkeppninnar árið 2006 er…





…KERSLAKE!! *klapp, klapp*
*We are the champions spilað*

Í 2 sæti aðeins 8 stigum á eftir KERSLAKE er TheGreatOne! *klapp, klapp*

Og í 3 sæti er svo Tinsi *klapp, klapp*


Hér fyrir neðan kemur svo lokastaðan…



KERSLAKE…… 257
TheGreatOne… 249
Tinsi…………….. 248
blondie2004….. 245
Sporti…………… 239
Arsenal11…….. 221
gurkan…………. 208
toejam…………. 203
neonballroom. 202
Lalli2……………. 202
ZtErnOx……….. 196
cip……………….. 193
piss……………… 193
MajorPayne….. 193
savinn………….. 193
illA……………….. 192
laruss………….. 185
pala……………… 182
HaFFi22……….. 179
Snjolfurinn…… 178
pesimanni……. 157
sverrirf…………. 145
Addorio………… 131
purki……………. 127
adamthor…….. 119
Joi112………….. 63


Jæja ég vill svo óska öllum hjartanlega til hamingju með árangurinn og ég vona að þessi keppni hafi fengið fólk til þess að beina athyglinni sinni aðeins meir að sjálfri HM keppninni, því að ef svo er þá er ég búinn að ná markmiði mínu með þessari keppni :)

Hér eru svo linkar að hinum greinunum en þar getið þið séð fullt af hlutum og þar á meðal hvernig stigin voru gefin, listar keppenda, staðan eftir hverja umferð og fleira og fleira :P
Enn ég vill vara þá við sem ætla bara að skoða hvernig staðan er búin að breytast að skoða þá ekki allar greinarnar heldur skoða í staðinn bara neðstu greinina eða 8 liða úrslita greinina, því að þar eru sýnt hvernig staðan hefur breyst ;)


http://www.hugi.is/hm/articles.php?page=view&contentId=3559916 Þetta er fyrsta greinin þar sem stigaforkomulagið er útskýrt og gefin mynd á því hvernig keppnin átti að verða og vonandi varð.

http://www.hugi.is/hm/articles.php?page=view&contentId=3620021 Þetta er önnur greinin þar sem sagt er frá stöðunni í getraunakeppninni eftir 1 umferð, leikjunum lýst og sagt frá úrslitunum í þeim.

http://www.hugi.is/hm/articles.php?page=view&contentId=3645752 Þetta er þriðja greinin þar sem sagt er frá stöðunni í riðlunum og hvernig leikirnir fóru, staðan í getraunakeppninni eftir 2 umferð og allir listar keppenda sýndir.

http://www.hugi.is/hm/articles.php?page=view&contentId=3664434 Þetta er fjórða greinin þar sem sagt er frá lokastöðunni í riðlunum, hvernig leikirnir fóru, og frá stöðunni í getraunakeppninni eftir riðlakeppnina.

http://www.hugi.is/hm/articles.php?page=view&contentId=3678296 Þetta er fimmta greinin og þar er sagt frá því hvaða lið mætast í 8 liða úrslitunum, hvernig leikirnir fóru í 16 liða úrslitunum, hvernig staðan var í getraunakeppninni eftir 16 liða úrslitin og einnig eru sýndir listar keppenda þar sem að liðin sem dottin eru úr leik eftir 16 liða úrslitin eru feitletruð.

http://www.hugi.is/hm/articles.php?page=view&contentId=3697393 Þetta er sjötta greinin og í henni eru sagt frá því hvernig leikirnir fóru í 8 liða úrslitunum, hvernig staðan var í getraunakeppninni eftir 8 liða úrslitin og einnig er sýnt hvernig staðan var búin að breytast í gegnum umferðirnar.


Vonandi höfðuð þið gaman af þessari keppni (það gerði ég allaveganna :P)

Í lokin þá ætla ég svo að spyrja ykkur 3 spurninga til þess að svara :)


1. Sástu HM og ef svo er þá hvað fannst þér um hana?

2. Hvað finnst þér um það að Suður Afríka haldi keppnina næst?

3. Hafðirðu gaman af þessari getraunakeppni?


Þá er þessi lokið og í lokin þá vil ég bara þakka ykkur innilega fyrir þáttökuna því að án ykkar hefði þetta aldrei tekist!

Ástarkv. Huy