HM getraunakeppnin mun fara fram í 2 skrefum.
Fyrsta skref verður riðlakeppnin og annað skref verður útsláttarkeppnin þessi 2 skref muna svo að sjálfsögðu tengjast saman og vera 1 keppni en ekki 2, en allar upplýsingar geturðu séð hér fyrir neðan.
Fyrsta Skref, riðlakeppnin : Hér er byrjunin og fyrst þarftu að velja 8 lið sem þú munt halda að eigi eftir að ganga vel í keppninni og þá líka í útsláttsláttarkeppninni því að þar gilda sömu lið.
Að sjálfsögðu skiptir svo máli í hvaða sæti þú númerar liðin þín þ.e.a.s. sæti 1,2,3,4,5,6,7 og 8 þannig að ef að þú setur til dæmis Ítalíu í fyrsta sætið og þeir vinna leik þá færðu 8 stig og ef þú setur þá í 2 sætið þá færðu 7 stig, 3 sætið fær 6 stig og svo framvegis.
Svo er að sjálfsögðu gaman að því að hafa ekki bara “súper” lið þar sem að það eru alltaf einhver lið sem koma á óvart ;)
Annað skref, útsláttarkeppnin : Hér skiptir mestu máli hvaða 8 lið þú valdir og í hvaða sæti þú settir þau í því að ef að liðið sem þú valdir datt úr leik í riðlakeppninni þá færðu náttúrulega ekkert stig fyrir það og ef að það dettur fljótt úr leik í útsláttarkeppninni þá er betra að hafa ekki sett það í 1 sæti því að þá ertu búinn að missa 16 stig fyrir hverja umferð sem eftir er og þess vegna borgar það sig að setja liðið sem maður heldur að vinni í 1 sætið því að ef það kemst alla leið þá ertu að fá “buns” af stigum fyrir hverja umferð útsláttarkeppninnar.
Stigatalning í útsláttarkeppninni : Stigatalningin í útsláttarkeppninni fer svona fram.
Ef að liðið sem að þú valdir í fyrsta sætið kemst áfram í 8 liða úrslitin þá færðu 16 sig fyrir það lið og ef liðið sem þú valdir í 2 sæti kemst í 8 liða úrslitin þá færðu 14 stig fyrir það og svo koll af kolli.
Þú færð jafnmörg stig ef að liðið/liðin þín komast uppúr 8 liða úrslitunum og þú færð fyrir 16 liða úrslitin.
Ef að liðið/liðin þín komast uppúr undanúrslitunum færðu 24 stig fyrir liðið sem þú valdir ef að það var í fyrsta sætinu, 21 fyrir það ef að það var í öðru sæti,18 fyrir það ef að það var í þriðja sætinu, 15 fyrir það ef að það var í fjórða sætinu og svo framvegis.
Ef að liðið þitt vinnur svo HM þá færðu 45 stig fyrir það ef það var sett í 1 sæti, 41 ef að það var sett í 2 sæti, 37 ef að það var sett í 3 sæti og svo framvegis.
Já ég vona að þetta sé ekkert of flókið eða neitt svoleiðis en það eina sem að þið þurfið í rauninni að gera er að búa til lista yfir þau 8 lið sem að þið haldið að eigi eftir að komast lengst og númera þau eftir því hverju þeirra þið haldið að eigi eftir að ganga best og svo mun ég birta stöðuna og stigin eftir hverja umferð.
Það sem þið þurfið að gera núna (þið sem ætlið að vera memm) er að senda mér skilaboð með þennan lista yfir þessi 8 lið og fylgjast svo með hér á HM-EM.
Skilafrestur er til 8 júní.
Kv. Huy