HM - 2006 Ég ætla að senda hérna inn Copy - Paste af bloggsðunni minni. Þetta er mitt álit á riðlunum á HM og eitthvað um helstu leikmenn (ég er poolari og reyndi að velja þá oft, og löndin sem ég þekkti ekki mikið, valdi ég einhverja af handarhófi s.s. Sádi Arabía)

——


HM - 2006
Þessi yndislega knattspyrnu hátið verður haldin að þessu sinni í Þýskalandi og fyrsti leikurinn er 9. júní. Spilað verður á mörgum leikvöngum allstaðar í Þýskalandi svo sem í Stuttgart, Berlin, Munich, Hamburg, Frankfurt og Dortmund, en núna er Íslendingum boðið að sjá alla leikina beint á Sýn. Þetta er vinsælasta knattspyrnuhátið í heimi og fólk kemur allstaðar úr heiminum til þess að sjá leikina. Það sem er svona gott við þessa hátíð er að allir bestu leikmenn í heiminum hittast í einu landi og spila knattspyrnu. Fólk tekur þessum mjög alvarlega og hjá sumum mætti halda að þetta sé uppá líf og dauða. Þetta er spenna, barátta, skemmtun allt í einum pakka. Hérna ætla ég að segja ykkur frá riðlunum, reyna að láta stöðuna inn eins fljótt og hægt er en keppnin byrjar ekki fyrr en í júní. Það sem er líka skemmtilegt við þetta að það eru úrslitakeppni og það eru margar milljónir sem horfa á úrslitaleikinn í sjónvarpinu.

A - riðill

Þýskaland
Costa Rica
Pólland
Ecuador



Leikjaplan:
Leikur Dagsetning Leikvangur Lið Tími
1 09-Jún-06 Munich Þýskaland vs Costa Rica 18:00
2 09-Jún-06 Gelsenkirchen Pólland vs Ecuador 21:00
17 14-Jún-06 Dortmund Þýskaland vs Pólland 21:00
18 15-Jún-06 Hamburg Ecuador vs Costa Rica 15:00
33 20-Jún-06 Berlin Ecuador vs Þýskaland 16:00
34 20-Jún-06 Hanover Costa Rica vs Pólland 16:00

Mín spá:
Þessi riðill verður skemmtilegur því heimamenn eru í þessum riðli (Þýskaland). Þjóðverjar eru með sterkan hóp þó að þjálfarinn hafi valið marga unga leikmenn. Costa Rica eru einnig með mjög sterkan hóp og ég held að þeir eigi eftir að vinna Þjóðverja í opnunarleiknum 9. júní. Þjóverjar eiga samt eftir að vinna alla leikina eftir það og komast afram í 1. sæti. Costa Rica-menn lenda í 2. sæti í riðlinum eftir mikkla baráttur. Pólland eru með góðan hóp en ekki eins góðan og Þjóðverjar eða Costa Rica-menn og lenda í 3 sæti. Ecuador eiga eftir að tapa öllum leikjunum sínum í þessum riðli og lenda í 4 og síðasta sæti.
Spá mín er þess vegna svona:

1. Þýskaland -
2. Costa Rica -
3. Pólland -
4. Ecuador -

Helstu leikmenn:

Þýskaland: Oliver Kahn, Michael Ballack, Miroslav Klose

Costa Rica: Ronald Gomez, Leonardo Gonzalez, Alonso Solís

Pólland: Jerzy Dudek, Michal Zewlakow, Jacek Krzynowek

Ecuador: Álex Aguinaga, Iván Hurtado, Alberto Spencer
——————————————–
B - riðill

England
Paraguay
Trinidad og Tobago
Svíþjóð



Leikjarplan:

Leikur Dagsetning Leikvangur Lið Tími
3 10-Jún-06 Frankfurt England vs Paraguay 15:00
4 10-Jún-06 Dortmund Trinidad vs Svíþjóð 18:00
19 15-Jún-06 Nuremberg England vs Trinidad 18:00
20 15-Jún-06 Berlin Svíþjóð vs Paraguay 21:00
35 20-Jún-06 Cologne Svíþjóð vs England 21:00
36 20-Jún-06 Kaiserslautern Paraguay vs Trinindad 21:00

Mín spá:
Þetta er einn af mínum uppáhalds riðlum og ég á eftir að horfa á alla leikina í þessum riðli. Englendingar og Svíar eru báðir með mjög góðan hóp og eiga eftir að berjast um fyrsta sætið og það á ekki eftir að ráðast fyrr en í síðasta leiknum sem er einmitt Svíþjóð vs England 20. júní. Það verður spenndandi leikur en ég hef ekki hugmynd hvor þjóðin sigri þann leik. Ég vona að Svíþjóð vinni leikinn en ef ég þyrfti að veðja þá mundi ég láta Englendinga í fyrsta sætið. Paragvæ (Paraguay) eiga eftir að vinna Trín. og Tób. og lenda þess vegna í 3 sæti en þeir tapa samt fyrir Svíum og Englendingum. Trin. og Tób. eiga eftir að tapa öllum leikjum sínum og enda þess vegna í síðasta sæti.
spá mín er þess vegna svona:

1. England -
2. Svíþjóð -
3. Paraguay -
4. Trinidad and Tobago -

Helstu Leikmenn:

England: Steven Gerrard, Jamie Carragher, Wayne Rooney

Paraguay: Roberto Fernández, Carlos Gamarra, Juan Bautista Villalba

Trinidad and Tobago: Dwight Yorke, Russell Latapy, Marvin Andrews

Sweeden: Fredrik Ljungberg, Zlatan Ibrahimovic, Henrik Larsson
———————————————–
C - riðill (dauðariðillinn)

Argentína
Fílabeinsströndin
Serbía og Svartfjallaland
Holland


Leikjarplan:

Leikur Dagsetning Leikvangur Lið Tími
5 10-Jún-06 Hamburg Argentina vs Fílabeinsströndin 21:00
6 11-Jún-06 Leipzig Serbía og Sv. vs Holland 15:00
21 16-Jún-06 Gelsenkirchen Argentina vs Serbía og Sv. 15:00
22 16-Jún-06 Stuttgart Holland vs Fílabeinsströndin 18:00
37 21-Jún-06 Frankfurt Holland vs Argentína 21:00
38 21-Jún-06 Munich Fílabeinsströndin vs Serbía og Sv. 21:00


Mín spá:
Þessi riðill er með meisturunum úr Argentínu en þeir hafa verið á HM frá upphafi og hafa oft unnið HM í knattspyrnu. Hollendingar eru með góðan hóp eins og undanfarin ár en ég held að Fílabeinsströndin eigi eftir að koma öllum á óvart í þessum riðli og jafnvel vinna riðilinn (kannski fulldjarft). En Argentína, Holland og Fílabeinsströndin eiga eftir að verða í baráttu allan tímann og það þýðir ekkert að slappa af í þessum riðli. Ég held að Argentínumenn vinni samt riðilinn og þá er það Holland vs Fílabeinsströndin. Fílabeinsströndin tekur annað sæti og Hollendingar enda í 3 sæti.
Serbía og Svartfjallaland tapa öllum leikjunum og enda í síðasta sætinu
Spá mín er þess vegna svona:

1. Argentina -
2. Fílabeinsströndin -
3. Holland -
4. Serbía og Svartfjallaland -

Helstu Leikmenn:

Argentina:
Pablo Aima, Gabriel Batistuta, Hernan Crespo

Fílabeinsströndin:
Didier Drogba, Arouna Kone, Kolo Toure

Serbía og Svartfjallaland: Siniša Mihajlovic, Mateja Kežman, Dejan Stankovic

Holland: Edwin van der Sar, Jaap Stam, Ruud van Nistelroo

————————————————
D - riðill

Mexico
Iran
Angóla
Portugal


Leikjarplan:

Leikur Dagsetning Leikvangur Lið Tími
7 11-Jún-06 Nuremberg Mexico vs Iran 18:00
8 11-Jún-06 Cologne Angola vs Portugal 21:00
23 16-Jún-06 Hanover Mexico vs Angola 21:00
24 17-Jún-06 Frankfurt Portugal vs Iran 15:00
39 21-Jún-06 Gelsenkirchen Portugal vs Mexico 16:00
40 21-Jún-06 Leipzig Iran vs Angola 16:00

Mín spá:
Þetta er ekki minn uppáhalds riðill. Ég vissi ekki að Iranar ættu sterkt knattspyrnulið en svo er víst, þeir eru meira að segja í 19. sæti á heimslista FIFA (Ísland er í 97. sæti). Þeir virðast samt ekki vera með marga sterka leikmenn og ég efa það að þeir lendi í fyrsta eða öðru sæti. Mexico og Portugalar eiga eftir að berjast um efsta sætið og ég held að Mexico menn taki það sæti. Þeir eru með góðan hóp en ekki má gleyma að Portugalar eru líka með góðan hóp. Ég get ekkert sagt um Angolu en þeir eiga eftir að tapa flestum eða ekki öllum leikjunum í þessum riðli. Þetta er ekki spennandi riðill en það verður forvitnilegt hvaða lið endar í fyrsta sæti í ár en Portugalar ætla sér að fara langt í HM 2006.
Mín spá er þess vegna svona:

1.Mexico -
2. Portugal -
3. Iran -
4. Angola -

Helstu Leikmenn:

Mexico: Jared Borgetti, Jorge Campos, Antonio Carbajal

Iran: Karim Bagheri, Ali Daei, Arash Borhani

Angola: Þekki engan þarna

Portugal: Deco, Cristiano Ronaldo, Paulo Ferreira
———————————————–
E - riðill

Ítalía
Ghana
USA
Tékkland


Leikjarplan:

Leikur Dagsetning Leikvangur Lið Tími
9 12-Jún-06 Hanover Italía vs Ghana 21:00
10 12-Jún-06 Gelsenkirchen USA vs Tékkland 18:00
25 17-Jún-06 Kaiserslautern Ítalía vs USA 21:00
26 17-Jún-06 Cologne Tékkland vs Ghana 18:00
41 22-Jún-06 Hamburg Tékkkland vs Ítalía 16:00
42 22-Jún-06 Nuremberg Ghana vs USA 16:00

Mín spá:
Mjög flottur riðill og mjög spennandi en þarna eru 3 lið sem eiga eftir að vera í baráttu um fyrsta sætið, Ítalía, USA og Tékkland. Ghana lenti ekki í góðum riðli verða bókað í 4 og neðsta sæti. Tékkar eru búnir að birllera undarfarið og eiga góðan sjens að komast nokkuð langt á HM 2006. Þeir eiga eftir að taka riðilinn og lenda í fyrsta sæti en samt ekki auðveldlega því USA og Ítalía vilja þetta sæti líka. USA datt út í 8-liða úrslitum á móti Þjóverjum á HM 2002 í Suður Kóreu og Japan og ég sá þá að þeir spila geðveikan fótbolta og verður mjög skemmtilegt að fylgjast með þeim. Ítalía á sér langa fótboltasögu og þeir ætla sér að vinna riðilinn en ég held að þetta sé ekki árið þeirra og þeir lenda í 3. sæti á eftir Bandaríkjarmönnum.
Mín spá er þess vegna svona:

1. Tékkland -
2. USA -
3. Ítalía -
4. Ghana -

Helstu Leikmenn:

Ítalía: Gianluigi Buffon, Fabio Cannavaro, Alessandro Del Piero

Ghana: Sammy Adjei, Michael Essien, Stephen Appiah

USA: Landon Donovan, Tim Howard, Claudio Reyna

Tékkland: Milan Baros, Petr Cech, Pavel Nedved
———————————————–
F - riðill

Brasilía
Króatía
Japan
Ástralía


Leikjarplan:

Leikur Dagsetning Leikvangur Lið Tími
11 13-Jún-06 Berlin Brasilía vs Króatía 21:00
12 12-Jún-06 Kaiserslautern Ástralía vs Japan 15:00
27 18-Jún-06 Munich Brasilía vs Ástralía 18:00
28 18-Jún-06 Nuremberg Japan vs Króatía 15:00
43 22-Jún-06 Dortmund Japan vs Brasilía 21:00
44 22-Jún-06 Stuttgart Króatía vs Ástralía 21:00

Mín spá:
Þetta verður mjög skemmtilegur riðill og þá verður bara helsta baráttan um annað sætið. Brassarnir hafa titil að verja og það kemur mér ekkert á óvart ef þeir gera það. Þeir vinna allveg bókað riðilinn sinn. En þá er það Króatía, Ástralía og Japan.
Þetta verður barátta um annað sæti og helst hjá Japönum og hjá Króatíu. Ástralíka eru með gott lið og geta allveg blandað sér inn í baráttunna en það verður erfitt. Liðið sem lendir í öðru sæti er liðið sem vinnur leikinn 18. júní þegar Japanar taka á móti Króatíu. Þetta verður jafn leikur en ég held að Króatar vinni leikinn en það verður tæpt. Japanir lenda þá í þriðja sæti eftir mikkla baráttu.
Mín spá er þess vegna svona:

1. Brasilía -
2. Króatía -
3. Japan -
4. Ástralía -

Helstu Leikmenn:

Brazil: Dida, Roberto Carlos, Ronaldinho

Króatía: Dado Prso, Eduardo Da Silva, Stjepan Tomas

Ástralía: Harry Kewell, Mark Viduka, Archie Thompson

Japan: Shinji Ono, Tsuneyasu Miyamoto, Wagner Lopes
———————————————
G - riðill

Frakkland
Sviss
Korea
Togo


Leikjarplan:

Leikur Dagsetning Leikvangur Lið Tími
13 13-Jún-06 Stuttgart Frakkland vs Sviss 18:00
14 13-Jún-06 Frankfurt Korea vs Togo15:00
29 18-Jún-06 Leipzig Frakkland vs Korea 21:00
30 19-Jún-06 Dortmund Togo vs Sviss 15:00
45 23-Jún-06 Cologne Togo vs Frakkland 21:00
46 23-Jún-06 Hanover Sviss vs Korea 21:00

Mín spá:

G og H riðlarnir eru leiðinlegurstu riðlarnir. Það verður samt forvitnilegt að sjá hvað Frakkarnir gera, þeir skitu á sig síðustu keppni og ég vona að þeir standi sig betur í ár. Þeir ættu að taka þennan riðil auðveldlega og enda sem sagt í fyrsta sæti. Sviss og Korea keppast um annað sæti og Korea er sterkara liðið þarna. Þeir stóðu sig bara helvíti vel á HM 2002 og spila skemmtilegan fótbolta og ég vona að þeir komist áfram og ég held að þeir taki annað sætið. Sviss á samt ekki eftir að gefa annað sætið auðveldlega til Koreu manna svo þetta verður smá barátta. Ekki það skemmtilegur riðill en forvitnilegur.
Mín spá er þess vegna svona:

1. Frakkland -
2. Korea -
3. Sviss -
4. Togo -

Helstu Leikmenn:

Frakkland: Ludovic Giuly, Zinedine Zidane, Thierry Henry

Sviss: Alexander Frei, Stephane Henchoz, Philippe Senderos

Korea: Park Ji-Sung, Choi Sung-Yong, Hyun Young-Min

Togo: Þekki enga þarna
———————————————-
H - riðill

Spánn
Úkranía
Túnis
Sádi Arabía


Leikjarplan:

Leikur Dagsetning Leikvangur Lið Tími
15 14-Jún-06 Leipzig Spánn vs Úkranía 15:00
16 14-Jún-06 Munich Túnis vs Sádi Arabía 18:00
31 19-Jún-06 Stuttgart Spánn vs Túnis 21:00
32 19-Jún-06 Hamburg Sádi Arabía vs Úkranía 18:00
47 23-Jún-06 Kaiserslautern Sádi Arabía vs Spánn 16:00
48 23-Jún-06 Berlin Úkranía vs Túnis 16:00

Mín spá:
Ég hef alltaf haldið með Spáni, veit ekki afhverju, kannski útaf því að ég sá einu sinni allt spænska landsliðið á Spáni. Þeir eiga örugglega ekki eftir að vera í vandræðum með að taka þennan riðil og hljóta að enda í fyrsta sæti og ég vona og held að Spánverjar komist langt í ár. Svo er það Túnis sem ég held að þeir taki annað sætið. Ég held að þetta sé tænki lið og verði gaman að horfa á leiki með þeim, spila svona “brassa bolta”. Ég hef bara séð 3 eða 4 leiki með þeim og þeir hafa allir verið skemmtilegir. Það verður líka fróðlegt að sjá Sádi Arabíu spila, en því miður þekki ég liðið ekki nóg of vel en þetta er víst mjög góður hópur og gæti verið “spútnik” liðið ásamt Fílabeinsströndinni. Úkranía lendir í síðasta sæti en það verður tæpt. Mjög erfiður riðill til að spá í.
Spá mín er þess vegna svona:

1. Spánn -
2. Túnis -
3. Sádi Arabía -
4. Úkranía -

Helstu Leikmenn:

Spánn: Pepe Reina, Carles Puyol, Xabi Alonso

Úkranía: Andriy Shevchenko, Oleksandr Shovkovsky, Anatoliy Tymoschuk

Túnis: Jose Clayton Haykel Gmamdia, Ali Kaabi

Sádi Arabía: Saeed Owairan, Nawaf Al Temyat, Talal Al Mishal
——–
FIFA Heimslisti

FIFA gefur út reglulega heimslista yfir öll knattspyrnulöndin. Ísland hefur til dæmis alltaf verið í kringlum 90. - 100. sæti. Þú getur séð nýjasta Heimslistann frá FIFA með því að ýta hérna: http://www.fifa.com/en/mens/statistics/index/0,2548,All-Apr-2006,00.html
——–
Liðsmyndir

Ég er búinn að láta liðsmyndir af öllum liðunum í mynda dálkinn hérna uppi. Þú getur líka séð þær með því að ýta á hérna: http://sindri.bloggar.is/album/2769/

ATH. sumar myndir eru gamla