HM 2006 HM2006!

Jæja.. þá styttist óðum í geðveikina!
Ég er mjög spenntur en get ekki horft á megnið af leikjunum vegna mikillar vinnu, en hinsvegar verður settur korkur í vinnuna þegar 16 Liða úrslitin verða og horft á hvern einasta leik og vonandi verður þetta bara geðveikt HM!

…en hvaða lið eru að fara á HM í sumar og hver eru sigurstranglegust? Tékkum á því.

Riðlarnir eru svona:

Group A
: Germany - Costa Rica - Poland - Ecuador

Group B
: England - Paraguay - Trinidad & Tobago - Sweden

Group C: Argentina - Ivory Coast - Serbia and Montenegro - Netherlands

Group D: Mexico - Iran - Angola - Portugal

Group E: Italy - Ghana - United States - Czech Republic

Group F: Brazil - Croatia - Australia - Japan

Group G: France - Switzerland - Korea Republic - Togo

Group H: Spain - Ukraine - Tunisia - Saudi Arabia


Spá mín í riðlakeppninni.
-

Riðill A:

Þýskaland (22. sæti á heimslista Fifa): Þeir eru með suddalega góðann hóp og á heimavelli, mikill kostur. Þeir eru að ég held allveg bókaðir í fyrsta sæti hérna

Kosta Ríka (25. sæti á heimslista Fifa): Með góðann hóp en samt ekki mjög frægann. En þeir eru samt með fínt lið og eiga eftir að vera að berjast um að komast í annað sæti.

Pólland (26. sæti á heimslista Fifa): Engin RISA nöfn þar á ferð líkt og í Kosta Ríka, en þeir eru held ég að berjast um þetta 2. sæti í riðlinum (Kosta rika og Polland)

Ekvador (38. sæti á heimslista Fifa): Ekki með neitt stórkostlegt lið en árangur útaf fyrir sig að komast svona langt. Þessu liði spái ég 4. sæti.

Spá mín fyrir riðil A:
1. Þýskaland
2. Pólland
3. Kosta Ríka
4. Ekvador

-

Riðill B:

England (9. sæti á heimslista Fifa): Suddalega gott lið sem þeir hafa. Þeir hafa heimsklassa leikmann í hverri einustu stöðu hjá sér. En þeir verða að ná að smella saman einsog t.d. Lampard og Gerrard á miðjunni. Ég spái Englandi efsta sæti í þessum riðli.

Paragvæ (33. sæti á heimslista Fifa): Engin neitt rosa frægur þarna nema kannski Roque Santa Cruz, hann er góður en ekki nóg til að halda þessu liði inni held ég.

Trinidad og Tóbacó (49. sæti á heimslista Fifa): Ekki neitt rosalegt lið verð ég að segja þó að þeir hafi tekið Íslendingana létt. Með gamalmenni einsog Dwight Yorke fremstann í flokki. Efast um að þeir sýni mikinn kraft á mótinu.

Svíþjóð (16. sæti á heimslista Fifa): Þeir eru með mjög fínan hóp og allnokkrar stjörnur. Ég er að vonast til að þeir verði góðir á HM frændur okkar svíar. Gaman verður að fylgjast með Zlatan, Henke, Ljunberg og fleirum. Skemmtilegt lið þarna á ferð.

Spá mín fyrir riðil B:
1. England
2. Svíþjóð
3. Paragvæ
4. Trinidad

-

Riðill C (Klárlega dauðariðillinn!!):

Argentína (4. sæti á heimslista Fifa)
: Svakalegur hópur þarna á ferð og margir spá þeim heimsmeistaratitlinum. Með menn einsog.. tja ég nenni varla að telja alla upp það eru svo margir góðir.. ég kem með nokkra, Walter Samuel, Pablo Aimar, Zanetti, Messi, Crespo, Saviola, Riquelme… og svona mætti LENGI telja.. Frábært lið. En í þessum riðli, má búast við öllu.

Fílabensströndin (32. sæti á heimslista Fifa): Þetta er gott lið sem á vonandi eftir að sýna skemmtilega takta, 2. sæti í afríkukeppninni er ekki slæmt!… Didier Drogba, Kolo toure og fleiri skemmtilegir leikmenn þarna innanborðs.

Serbía Svartfjallaland (46. sæti á heimslista Fifa): Þarna er mjög fínt lið á ferð. En of erfiður riðill fyrir þá held ég, Kezman er í þessu liði, Dejan Stankovic og fleiri. Gott lið, en ég held að riðillinn sé of góður.

Holland (3. sæti á heimslista Fifa): Gjéðveikur hópur, frábærir menn í öllum stöðum. Bronckhorst, Davids, Nistelrooy og Robben svo fátt eitt sé nefnt!!, Þetta lið á örugglega eftir að gera mjög fína hluti á HM.

Spá mín fyrir riðil C:
1. Argentina
2. Holland
3. Filabeinsströndin
4. Serbia Svartfjallaland

-

Riðill D
:

Mexíkó (7. sæti á heimslista Fifa)
: Okey, Þeir eru með mjög fínann hóp, Riðillinn þeirra er að ég held ekkert svo erfiður fyrir þá. Ég held nú að þeir komist áfram.

Íran (19. sæti á heimslista Fifa): Þeir eru ofarlega á styrkleikalistanum, en þeir eru að mér sýnist ekkert með neitt rosalega gott lið. Allavega ekki mörg þekkt nöfn og ég efast um að þeir nái að gera einhverjar rósir.

Angóla (60. sæti á heimslista Fifa)
: Þessir eru nú neðarlega á listanum. Enda þeirra fyrsta skipti á HM. Neðsta sæta for sure.

Portúgal (10. sæti á heimslista Fifa): Þeir eru með mjög góðann hóp og vona ég að þeir nái að sýna einhvern lit á HM. Deco, Ronaldo, Figo, Simao, Carvalho, og margir fleirri!! Þetta er stjörnuprýtt lið sem á eftir að vera gaman að horfa á! (eitt af mínum uppáhaldsliðum á HM)

Spá mín fyrir riðil D:
1. Portugal
2. Mexíkó
3. Íran
4. Angóla

-

Riðill E:

Ítalía (12. sæti á heimslista Fifa): Þeir eru með mjög fínann hóp, og sönnuðu það í vináttuleik gegn Þýskalandi um daginn (4-1 f. italiu) að þeir ætla sér stóra hluti á HM. Með mjög flottann hóp sem ætti að geta gert flotta hluti. En ef menn hætta ekki að brjóta svona illa á Totti í ítölsku deildinni gæti hann bara kannski ekki verið með (hann sagði það nú allavega sjálfur, en hann er meiddur nuna). En allavega rosalegur hópur tek sem dæmi Buffon, Luca Toni, Totti, Del piero, Gattuso, Pirlo, Cassano, Nesta… æj vá… það eru of margir góðir.

Ghana (50. sæti á heimslista Fifa)
: Með Essien í fararbroddi kemur þetta lið vonandi sterkt inn. Það verður gaman að fylgjast með þeim.

Bandaríkin (5. sæti á heimslista Fifa)
: Þeir eru alltaf að verða betri og betri, en svona er bara USA tekur sér bara íþrótt fyrir og verða alltaf bestir í henni. En.. þeir eru ekki búinir að taka yfir fótboltann (ennþá?). Ég held að þó þeir séu svona ofarlega á heimslista séu þeir ekki að fara að gera neinar rósir. En það verður gaman að fylgjast með Freddy adu.

Tékkland (2. sæti á heimslista Fifa): Þarna er mjög sterkt lið á ferð, enda ertu ekki í öðru sæti á heimslista Fifa fyrir ekki neitt! Jankulovski, Baros, Jarosik og fleirri. Þeir á rosalega vel saman og það verður sport að fylgast með þessu liði.

Spá mín fyrir riðil E:
1. Ítalía
2. Tékkland
3. USA
4. Ghana

-

Riðill F
:

Brasilía (1. sæti á heimslista Fifa)
: Það verður ógeðslega gaman að horfa á þá spila á HM. Ég er spenntastur fyrir að sjá þá. Með hóp sem ég þarf vart að nefna vegna þess að allir þekkja þá! En smjörþefurinn er allavega Ronaldinho, Adriano, Kaka, Carlos, Dida, og ég gæti haldið endalaust áfram GEÐVEIKT lið! (mitt uppáhald í þessari keppni)

Króatía (19. sæti á heimslista Fifa): Króatarnir eru með mjög finann hóp, og þeir eiga ágætis möguleika á að komast áfram.

Ástralía (44. sæti á heimslista Fifa)
: Harry Kewell og félagar í ástralíu eiga ekki mjög mikinn sjéns í þessi lið sem eru með þeim í riðli, en það er þó einhver séns.

Japan (18. sæti á heimslista Fifa): Ekki mjög þekkt nöfn þarna á ferð, en ég hef heyrt að þeir spili mjög vel saman og það skiptir mjög miklu máli! (tek sem dæmi Grikkland á em).

Spá mín fyrir riðil F:
1. Brasilía
2. Króatía
3. Japan
4. Ástralía

-

Riðill G:

Frakkland (8. sæti á heimslista Fifa)
: Þeir voru heppnir með riðil allavega. Þetta er skemmtilegt lið, það er stappað af stjörnum og það verður örugglega mjög gaman að sjá þá spila. Úfff… Bara hugsunin um Trezeguet og Henry frammi og Zidane fyrir aftan!.. Svo eru menn einsog Viera, Thuram og Gallas. Þetta er spennandi lið!

Sviss (35. sæti á heimslista Fifa): Ég þekki ekki mikið til þessa liðs en veit þó að Senderos er frá sviss… Hef efasemdir um að þeir geri eitthvað að viti.

Kórea (31. sæti á heimslista Fifa)
: Þarna er minn maður Park, ég vona að þeir spili vel. Þeir stóðu sig mjög vel á HM 2002. Vona að þeir endurtaki leikinn.

Tógó (58. sæti á heimslista Fifa): Einsog með sviss þekki ég ekki mikið til þessa liðs. En þeir náðu á HM þá hljóta þeir allavega að vera með eitthvað.

Spá mín fyrir riðil G:
1. Frakkland
2. Kórea
3. Sviss
4. Tógó

-

Riðill H:

Spánn (6. sæti á heimslista Fifa)
: Þarna er stappað af stjörnum. Frábært lið. Það verður vonandi ótrúlega gaman að horfa á þá spila. Já ég býst við því. Menn einsog Alonso, Torres, Puyol, Joaquin, Fabregas og Casillas.. og margir fleiri!! Magnað lið!

Úkraína (42. sæti á heimslista Fifa): Þessir eiga vonandi eftir að slá í gegn. Þarna höfum við einn besta framherja heims, Sjevsjenkó. Það verður gaman að sjá hann á HM. Og auðvitað félaga hans í ukrainska landsliðinu.

Túnis (24. sæti á heimslista Fifa): Túnis eru býst ég við með mjög fínt lið, þekki það bara ekki nógu vel.

Sádí Arabía (34. sæti á heimslista Fifa): Það verður allavega fróðlegt að sjá þá á HM.. ég segi ekki meira.


Ég treysti mér ekki til að spá efstu sætunum, en ég held með Brasilíu og vona auðvitað að þeir vinni!

Þetta er spá mín fyrir HM2006!
Og upphitun!