Henrik Larsson á EM. Nú ætla ég mér að skrifa um einn af mínum uppáhalds leikmönnum og er það hinn eitraði markaskorari Henrik Larsson.Er lið þessa sænska snillings því miður dottið út vegna þess að ‘'álfadísirnar’' voru ei á bandi Svíþjóðar og líka vegna heppni Hollendinga.

Ljósu punktar þessa leiks eru þeir að Henrik var nærrum því búinn að tryggja Svíum sigur en skot hans endurspegglaðist af slánni. Síðan var það víti Freddie Ljungberg er var eitt af mögnuðustu vítum þessa móts. Fékk maður nokkuð hraðan hjartslátt er boltinn hrökk af slánni en fór á skemmtilegan hátt beint í bakið á Van De Saar. En nóg um þennan leik,því ætla ég mér að skrifa um feril þessa skemmtilega leikmanns.


Hefur þessi leikmaður allt frá árinu 1990 verið talinn einn af langhættulegustu framherjum Evrópu. Henrik Larsson fæddist í borginni Helsingborg 20 september 1971. Átti hann sænska móður og erlendan fóður frá Cape Verde eyju. Þessi fótboltasjúki drengur (Henrik) var spurður hvað hann vildi verða er hann yrði stór var svarið einfalt ‘'Atvinnumaður í knattspyrnu’'.


Hann byrjaði að stunda knattspyrnu er hann var fimm ára. Tólf árum seinna fór hann til Helsingborg frá Hogaborg. Skoraði hann þar tíu mörk og kom liði sínu í fyrstu deild sænsku deildarinnan.


Nokkrum árum síðan fluttist hann frá Helsingborg til Feyenoord árið 1993. Spilaði hann þar í nokkur ár og fór síðan frá þeim eftir misgott gengi til eins virtasta félags að mínu mati,Celtic.
Var það toppurinn á ferli hans nú til þessa og skoraði hann á sinni fyrstu leiktíð með þeim grænu og hvítu sextán mörk og hjálpaði þeim að ná í deildarbikarinn. Það sýndist ekkert geta komið í veg fyrir gott gengi svíans.


En árið 1999 kom upp hræðilegt atvik sem varð til þess að fótur Larssons brotnaði illilega og ógnaði ferli hans.
En vegna rosalegrar endurkomu náði hann sér og fór að spila aftur sjö mánuðum seinna og skoraði nokkur mörk sem tryggðu Svíþjóð áframgangandi velgengni á UEFA Evrópu meistara mótinu 2000 á Hollandi og í Belgíu.

Síðan skrifaði Larsson undir framlengdan sammning við Celtic sem varð til þess að hann skoraði sitt hundraðasta mark í Janúar 2001. Skoraði hann síðan mörg mörk eftir það sem tryggði honum gullskóinn. Síðan hætti hann nú fyrr á árinu hjá Celtic (því miður) og er ei vitað hvað þessi maður tekur sér næst fyrir hendi og vonar maður að hann spili sem mest það sem eftir er. Er Henrik giftur og á son er hann lét skíra Jordan til heiðurs Michael Jordan.

Fannst mér gaman að skrifa þessa grein og vona ég að þið, kæru hugarar hafið notið þess að heyra um þennan merka leikmann.
Vil ég líka biðja ykkur að vera ekki með einhver skítköst varðandi
þessa grein.

Kær kveðja Summi.