Þar sem að enginn hafi sent inn grein um leikinn enn (þó ekki langt sé liðið frá lokum hans) þá ákvað ég að ríða á vaðið til að geta hafið umræður um viðureignina.
Kl. 18:45 flautaði dómarinn leikinn af stað. Það var strax á annarri mínútu sem að Owen kom Englendingum yfir með fallegri bakspyrnu sem kom markmanni Portúgala algjörlega í opna skjöldu. Frábær byrjun fyrir þá ensku en frekar slæm varnarmistök hjá liði Portúgala.
Wayne Rooney datt úr einum takkaskó sínum, og varð fyrir einhverju hnjaski á ökkla sem varð til þess að á 26. mínútu þurfti hann að fara útaf. Inná kom Darius Vassell. Englendingar héldu forskoti sínu alveg fram á 83. mínútu þegar hinn knái leikmaður portúgala Postiga skoraði með skalla. Venjulegur leiktími kláraðist svo því þurfti að framlengja.
Í seinni helming framlenginarinnar dró aftur til tíðinda þegar Rui Costa skoraði glæsilegt mark á 110. mínútu úr föstu skoti, beint í slánna og inn. Óverjandi fyrir David James og Portúgalar virtust á leið í undanúrslitin. Englendingar neituðu þó að gefast upp. Á 115. mínútu fengu þeir hornspyrnu, þar sem að Frank Lampard fékk boltann inní teig, ásamt feyki nógs tíma til að snúa sér við og setja hann í hægra horn marksins fram hjá Ricardo markmanni Portúgala. Varnarmenn þeirra augljóslega farnir að missa einbeitinguna þar sem að Lampard var einn og óvaldaður með alltof mikið svigrúm inní þeirra eigin vítateig.
Þannig voru úrslit framlenginarinnar, 2-2, svo þurfti að útkljá málið í vítaspyrnukeppni. Englendingar þurftu að taka fyrstu spyrnuna, og fékk David Beckham þann heiður. Hann setti boltann þó langt yfir markið, en hann virtist hreinlega renna til áður en hann náði að spyrna knettinum. Bæði lið skoruðu úr sínum vítum jafn og þétt, þar til að Rui Costa skaut einnig yfir, og því liðin orðinn jöfn á ný. Þegar liðin höfðu nýtt allar sínar spyrnu voru leikar enn jafnir, og því þurfti að halda í bráðabana. Af tveim spyrnum tóku englendingar þá fyrri, og þar varði Ricardo markmaður Portúgal spyrnu Darius Vasell's berhentur og skoraði svo sjálfur úr spyrnu Portúgala af miklu öryggi, og tryggði þar með Portúgölum rétt til þess að mæta annað hvort Svíum eða Hollendingum í undanúrslitum.