Evrópumót landsliða hefst á laugardaginn kl: 17:00 með leik heimamanna í Portúgal og Grikkja síðan kl: 19:45 verður flautað til leiks í viðureign Spánverja og Rússa. Ég ætla mér að spá fyrir um úrslit þessara leikja og jafnvel fleiri leikja í keppninni seinna.
Portúgal - Grikkland
Þetta verður örugglega skemmtileg viðureign. Portúgalar eru undir mikilli pressu enda á heimavelli. Portúgalar mæta með sterkt lið til leiks og eru til alls líklegir. Gaman er að segja frá því að lið Evrópumeistara Porto er byggt upp á leikmönnum frá Portúgal. Margir af þeim eru í portúgalska liðinu. Þjálfari liðsins er brasilíski heimsmeistarinn Gene Hackman.
Grikkir eru óskrifað blað í þessari keppni. Þeir komu mjög á óvart í undanriðlunum þar sem að þeir sigruðu riðilinn en þar voru þeir einmitt með Spánverjum sem að eru einnig með þeim í riðli núna.
Þjálfari liðsins er Þjóðverjinn Otto Rehhagel. Liðið er að mestu byggt upp á leikmönnum frá grísku stórveldunum Olympiakos og Panathinaikos. Af frægum leikmönnum liðsins má nefna Nikos Dabizas, Stelios Giannakopoulos og Zissis Vryzas. Þó má telja að þessir leikmenn verði ekki í aðalhlutverki hjá liðinu. Allavega ekki Dabizas sem að er arfaslakur leikmaður.
Mín spá: Ég held að Grikkir haldi áfram að koma á óvart og nái 2-2 jafntefli eftir að hafa verið sterkari aðilinn í leiknum.
Spánn - Rússland
Spánverjar hafa ekki riðið feitum hesti á stórmótum en kannski breytist það núna? Þeir eru með geysisterkt lið sem að gæti hæglega gert góða hluti á þessu móti. Þarna eru heimsklassa leikmenn í hverju rúmi en stærsta stjarnan og hjarta liðsins er framherji Real Madrid, Raúl, einnig eru þeir með Morientes og ungstirnið Torres. Ég er viss um að hann muni setja sitt mark á þessa keppni. Þjálfari liðsins er Inaki Saez.
Rússar hinsvegar eru ekki taldir meðal líklegustu sigurvegara keppninnar. Þeir eru með sterkt og reynslumikið lið leikmenn á borð við Mostovoi, Smertin, Titov, Loskov og meistaradeildarmeistarinn Alenitchev. Þjálfari liðsins er Georgy Jartcev.
Mín spá: 2-0 fyrir Spánverja. Sigur Spánverja er aldrei í hættu gegn hægum Rússum.
Endilega segið ef að svona greinar eru að falla í kramið hjá ykkur.
Kveðja, gummo55