EM 2004 - mín spá Nú styttist óðum í EM í knattspyrnu 2004, sem haldin verður í Portúgal og stendur yfir frá 12. júní til 4. júlí - en úrslitaleikurinn verður spilaður þá. Gallinn er að sama dag munu Metallica spila í Egilshöll fyrir og það finnst mér vægast sagt ömurlegt. En burt séð frá því þá Ætla ég að vinda mér í spánna. Eins og flestir vita er erfitt að spá fyrir um úrslit í fótboltaleik þannig að ég á alls ekki von á að spá mín rætist :)

Á EM spila 16 lið í fjórum riðlum og komast tvö lið uppúr hverjum riðli. Þessi átta lið spila svo í útsláttarkeppni þar til einn stendur uppi sem sigurvegari.

Frá 12. til 23. júní verða tveir riðlaleikir á dag, en samtals eru spilaðir sex leikir í hverjum riðli til að öll lið spili við hin liðin í þeirra riðli. Eftir það eru fjórðungsúrslit. Efsta liðið í riðli A spilar við liðið í öðru sæti í riðli B og öfugt og það sama á við um riðla C og D. Því næst verða undanúrslit, 30. júní og 1. júlí, og loks úrslitaleikurinn. Ekki verður spilað um 3. sætið. En vindum okkur í spánna:


<b>A riðill</b>
1. Portúgal - Á heimavelli með heilsteypt lið sem lofar góðu, nokkrir Evrópumeistarar í hópnum, þ.á.m. Deco. Figo og Cristiano Ronaldo - einn af mínum uppáhaldsleikmönnum - munu heldur ekki skemma fyrir. Gríðarsterkt heimalið!
2. Spánn - Með Cassillas í markinu og Raúl, Valéron og fleiri úti lofar þetta lið góðu, en falla í skuggan af Portúgal, a.m.k. í þessum riðli.
Rússland
Grikkland

<b>B riðill</b>
1. Frakkland - Ég spái því að Henry slái í gegn eins og Platini forðum ;) Hann er í góðu formi og eldheitur eftir veturinn, ég býst við góðri frammistöðu frá Fransmönnum.
2. England - Með flottari leikmannahópum í langan tíma en þeir hafa ekki verið að spila sannfærandi finnst mér, t.d. á móti Japönum á Manchestermótinu, Sven Göran þarf að gera eitthvað í þessu og með mann eins og David James í markinu þurfa þeir að skora ansi mörg mörk til að vinna þessa keppni ;)
Sviss
Króatía

<b>C riðill</b>
1. Ítalía - Eitt af stóru liðunum, sé ekki að einhver í þessum riðli sé að fara að stöðva þá.
2. Danmörk - Ágætt lið, inniheldur Grønkjær og Sørensen frá AC Milan í markinu.
3. Svíþjóð
4. Búlgaría

<b>D riðill</b>
1. Holland - Cocu, Davids, Frank de Boer, Kluivert, Overmars, Sneijder, Stam, Rud van Nistelrooy og Van der Sar í markinu. Nokkrir kannski “over the hill”, en engu að síður sannkallað stjörnulið.
2. Þýskaland - Gott lið, en standast Hollandi ekki snúning í þetta sinn.
Tékkland
Lettland

<b>Fjórðungsúrslit</b>

<b>Portúgal - England</b>
Einn af skemmtilegri leikjum mótsins - spái því að einn Englendingur klúðri í vítaspyrnukeppni eftir 1-1 jafntefli. Portúgal vinnur 6-5.
<b>Frakkland - Spánn</b>
Frakkar komnir í gang eftir að hafa unnið sinn riðil en Spánn sár eftir að hafa tapað fyrir Portúgölum. Frakkland vinnur 2-1.
<b>Ítalía - Þýskaland</b>
Ég veit ekki af hverju, en ég hef lítið álit á Ítalíu þessa daganna. Það mun þó ekki vera neinn barnaleikur að leika á ítölsku vörnina. Þýskaland vinnur 2-1.
<b>Holland - Danmörk</b>
Þessi leikur mun ekki verða Hollendingum erfiður. Holland vinnur 4-1.

<b>Undanúrslit</b>

<b>Portúgal - Þýskaland</b>
Ágætlega spennandi leikur - held samt að Portúgal muni halda áfram sigurgöngu sinni.
<b>Frakkland - Holland</b>
Þessi verður skemmtilegur. Erfitt að spá, þetta verður hinn leikurinn sem endar í vítaspyrnukeppni á þessu móti, að þessu sinni eftir 2-2 jafntefli. Frakkland vinnur 7-6.

<b>ÚRSLIT</b>

<b>Frakkland - Portúgal</b>
Gæti varla verið meira spennandi, held að Frakkar taki þetta eftir að hafa lent undir og Henry skori sigurmarkið. Frakkar vinna 3-2.


Eftir að hafa skrifað þessa grein get ég varla beðið eftir þessu [vonandi] stórskemmtilega móti! Ég nennti ekki að spá fyrir um 3. og 4. sætin í riðlunum þar sem frekar lítill tilgangur er með því. Endilega komið með ykkar spár ef þið haldið að þetta fari öðruvísi. Takk fyrir að lesa ;)