Þessi grein verður ekki í lengri kantinum, en mér þótti tilefni til að senda tíðindin inn í formi greinar.
Tilkynnt var í morgun fyrir alls ekki svo löngu að HM 2010 yrði haldið í Suður-Afríku. Þau löng sem komu til greina voru öll í Afríku, en það voru ma. Egyptaland, Túnis, Suður-Afríka, Morokkó og Líbýa.
Að mínu mati eru þetta bara býsna góðar fréttir, enda S-Afríka kannski hentugast staðurinn af þeim sem komu til greina til að halda þetta vægast sagt stóra mót, enda fékk landið hæstu einkunn af öllum fimm löndunum í umsögn sérstakrar nefndar frá Fifa (Fifa inspection group) sem skoðaði aðstöðu fyrir slíkt mót í löndunum. Úrslitin voru tilkynnt í Zurich, en landið fékk flest atkvæði 24 manna executive committee nefndarinnar. Suður-Afríka er fyrsta landið í afríku til að halda Heimsmeistarakeppni, en það munaði aðeins einu atkvæði á landinu og Þýskalandi þegar kosið var um hver myndi halda HM 2006.
En fyrst á dagskránni er auðvitað HM 2006 í Þýskalandi eins og áður hefur komið fram, og að sjálfsögðu EM núna í sumar í Portúgal. Hvet fólk til að fylgjast nánar með fregnum frá komandi mótum á <a href="http://www.fifaworldcup.com">FifaWorldCup.com</ a>.
kveðja,
DrEvil