Jæja elsku hugar, þá er komið að því.

Það er ekki á hverjum degi sem við Íslendingar mætum stórþjóð og stjörnum eins og landsliði Englendinga. Þvílíkt og annað eins! Maður er farinn að heyra að Íslendingar ætli að fjölmenna á leikinn, og ég er sko einn af þeim. Ég keypti mér miða um daginn og get ekki beðið!

Mér datt í hug að setja inn nokkra landsliðs upplýsingar og linka fyrir þennan landsleik því það er alveg nauðsynlegt að skella sér, það voru keyptir 4000 miðar og það er einhver slatti eftir ennþá.

Ok í boði er pakkaferð með Úrval-Útsýn. Það er meirasegja búið að bæta við annari flugvél því það er búið að seljast upp í eina nú þegar. Þarna er allt innifalið, leiguflug til Manchester út fim. og heim sun. en leikurinn sjálfur er á laugardaginn. Þetta kostar frá 50.000 með hóteli og öllu. Farið á heimasíðu Úrval Útsýn og skoðið þetta, slóðin er http://www.urvalutsyn.is/serferdir/ithrottir/fotbo lti/ferdir-a-leiki/england-v-island/.

Ég reyndar ætla að fljúga beint til London með Icelandexpress og taka lest upp til Manchester, gisti bara í London, en flugið kostar núna með þeim um 20.000 kall og þá kaupiru bara stakann miða á leikinn hjá ÚrvalÚtsýn á 3.750. Töluvert ódýrara fyrir námsmenn og svona.

Svo bara allir á völlinn! Áfram Ísland

Kíkiði á:

www.aframisland.is
www.ksi.is