Hér eru þeir leikir Íslenska karlalandsliðsins og ég verð að segja að Eggert Magnússon hefur staðið sig þó nokkuð vel með að redda þessum leikjum.
Miðvikudaginn 31. Mars: Albanía-Ísland
Fyrsti leikurinn á útivelli, veit ekki mikið um þetta lið en held að Íslendingar ættu að sigra það nokkuð örugglega en það skemmtilega með fótbolta er að maður veit aldrei.
Miðvikudaginn 28 apríl: Lettland-Ísland
Annar vináttuleikurinn og enn á útivelli, ágætt lið held að þeir séu svipaðir nágrönnum sínum Lítháum sem við unnum tvisvar 3-0 í fyrra, spennandi leikur.
Sunnudaginn 30 Maí: Japan-Ísland
Frábært af Eggerti að redda okkur inná þetta þriggjaliðamót, sannar að hann er einn aðalmaðurinn í UEFA, Japan er með mjög sterkt lið sá þá á HM 2002 og leik sem þeir tóku gegn Noregi og þeir eru með mjög sterkt lið verður sennilega mjög erfitt fyrir okkur, held að þeir séu með dálítið óhenntugt leikkerfi fyrir okkur.
Laugardaginn 5 Júní: England-Ísland
Stórleikurinn búist við helling af Íslendingum og verður mjög skemmtilegt vonandi verður hann sýndur í sjónvarpi annars verð ég bara að láta mig dreyma um að vera þar, jæja held að við eigum eftir að fá erfiðann leik en ég mini bara á að við vorum að rústa Þjóðverjum á Laugardalsvelli þó ekki hafi orðið sigur.
Miðvikudaginn 18 Ágúst: Ísland-Ítalía
Enn og aftur sannar Eggert það að hann hefur öll þau tangsk sem til þarf, Ítalía er að mínu mati besta lið Evrópu og ég ætla ski að væla rækilega í pabba um að fara með mig á hann, mjög erfiður keikur en ég meina Ítalía maður mætir nú bara til að sjá þá.
Laugardaginn 4 September: Ísland-Búlgaría
Fyrsti leikur okkur í undankeppni HM 2006, ég að við höfum verið ótrúlega óheppnir með riðladráttin en hver veit, veit nú ekki mjög mikið um þetta lið örugglega góðir held að þeir hafi komist á EM, allavegana allir að mæta og styðja strákana okkar.
Miðvikudaginn 8 Septeember: Ungverjaland-Ísland
Leikur í Ungverjalandi, veit svosem alls ekkert um þetta lið nema að markmaðurinn dó á æfingu eða eitthvað þannig. Mikilvægur leikur vonandi náum við að enda fyrir ofan þetta lið í riðlinum.
Laugardaginn 9 Október: Malta-Ísland
Segi bara eitt: ég skammast mín ef við vinnum ekki þennan leik.
Miðvikudaginn 13 Október: Ísland-Svíþjóð
Leikur við Svía á heimavelli, þeir eru með gríðarlega sterkt lið en mer finnst kominn tími til að við vinnum Svíana. Eru á EM og ég held að þeir eigi eftir að gera það þó nokkuð gott á því móti