Þetta er nefnilega mjög tvísýnn riðill. Við fyrstu sýn virðist hann ekki erfiður því það er ekkert yfirburðalið.

EN…Svíar eru sterkir og hafa vissa yfirburði yfir okkur, þó svo að við höfum náð að hrista af okkur svíagrýluna í síðasta leik okkar við svía sem við unnum á Laugardalsvelli sumar 2000. Ég tel það t.d. betra að fá svía en dani því við eigum held ég ekki séns í dani, eingöngu út frá sálfræðilegu sjónarmiði. En svíar ætla sér sigur í riðlinum og munu ekki gefa nein grið, sérstaklega ekki á þeirra heimavelli.

Austantjaldslöndin eru alltaf erfið, og þá sérstaklega króatar. Allir útileikirnir verða erfiðir og við gætum auðveldlega tapað útileikjunum á móti Svíum, Króötum, Búlgörum og Ungverjum. Ungverjar unnu okkur 2-0 á Laugardalsvelli á síðasta ári, reyndar undir stjórn Atla Eðvalds sem er sem betur fer farinn frá borði.

En með réttri stemningu sem ég treysti Ásgeiri og Loga fullkomlega fyrir, og réttum skilningi á möguleikum okkar tel ég það mjög raunhæfan kost að vera með fullt hús stiga úr heimaleikjunum. Við eigum að geta unnið öll þessi lið í Laugardalnum með þéttum leik, engin grið gefin neins staðar á vellinum því þetta eru ekki svo mikið sterkari lið en liðið okkar. Og ekkert af þessum liðum hefur leikmann einsog Eið Smára, sem ég tel einn af 15 bestu framherjum í Evrópu í dag.

Ásgeir og Logi eru alveg búnir að átta sig á þessu, gerðu hann strax að fyrirliða og skipuleggja sóknarleikin í kringum hann. Það verður að vera þannig því ef hann fær nóga aðstoð frá hinum leikmönnum liðsins er hann fær um að brjóta upp hvaða vörn sem er með nokkrum snertingum. Hann þarf bara að vera í góðu formi, andlega sem líkamlega, þá eru honum allir vegir færir. Hann er okkar langbesti leikmaður og möguleikarnir velta í raun á honum. Við treystum okkur alltaf til að spila góðan varnarleik en sóknarleikurinn hefur verið okkar höfuðverkur í gegnum árin en nú erum við komnir með þennan heimsklassa leikmann.

Ég vona bara að leikdagarnir verði ákveðnir þannig að við lendum ekki í úrslitaleikjum í restina, einsog núna síðast. Við verðum að vera búnir með flesta útileikina gegn sterku liðunum en megum samt ekki þurfa að fara til Svíþjóðar í síðustu umferð og ná úrslitum þar því það er erfitt verkefni.

Þá er bara að segja ÁFRAM ÍSLAND!!!!

Við fokking getum þetta!!!!