Komiði blessuð og sæl.
Ég fékk sjokk um daginn þegar ég fór á stjórnendasíðuna og athugaði vinsælustu áhugamálin. Nú afhverju? Því að /hm er komið í 117. sætið eftir að hafa dúsað í 88. sætinu í réttrúman mánuð.
Þá fór ég að sjálfsögðu að hugsa um hvað það sé sem vantar hérna á áhugamálið sem við erum ekki með núþegar? Það hlýtur að vera eitthvað sem fólki finnst vanta - og eða megi fara. Eru þið, góðu lesendur, með einhverjar uppástungur? Því að ef þessi þróun heldur áfram, þá blasir dauðinn við þessu áhugamáli.
Kannski lagast þetta í sumar, þegar EM2004 verður í Portúgal, aldrei að vita. En við hérna á Hugi.is/HM-EM ætlum að vera með riðlana, stöðuna, úrslitin, myndir, fréttir og fleira. Kannski viðtöl, hver veit.
Nú spyrja margir af hverju ég sendi þetta inn sem grein en ekki sem tilkynningu. En eins og glöggir lesendur eru vonandi búnir að taka eftir, þá er ég með nokkrar spurningar í þessum texta, sem ég vona að fólk svari hérna. Því að það er ekki hægt að svara tilkynningum.
Endilega látið ljós ykkar skína.
Kveðja,
yngvi