Lettland - Tyrkland
Skotland - Holland
Króatía - Slóvenía
Rússland - Wales
Spánn - Noregur
Ég ætla spá smá í þessa leiki um það hvernig þeir munu fara.
Lettland 0 - 2 Tyrkland
Þessi leikur held ég að verði frekar léttur fyrir Tyrkland. Tyrkir eru sönnuðu sig á seinasta HM og voru alveg rosalegir þar. Tyrkir gerðu jafntefli við Englendinga og það sýnir að þeir eru mjög góðir. Ég veit ekki alveg hvernig liðaskipanirnar hjá Lettlandi, getur alveg verið að ég muni hafa rangt fyrir mér en þetta er það sem ég held.
Skotland 1 - 3 Holland
Þessi leikur á eftir að verða ábyggilega spennandi en samt sem áður held ég að Hollendingar eigi eftir að taka þetta nokkuð örugglega. Hollendingar með menn í fararbroddi eins og Edgar Davids, Rud van Nistelroy og Patric Kluivert. Skotar munu eiga í miklum erfiðleikum ef þeir eiga að ná sigri á þessum mönnum. Samt hafa Skotar sterka menn eins og Kenny Miller og Gary Naysmith. Samt sem áður Holland 3 Skotar 1.
Króatía 1 - 0 Slóvenía
Þessi leikur verður rosalega spennandi og held ég að Króatar muni skora mark á seinustu mínútunum. 2 mjög sterk lið, svipuð að styrkleika. Spennan í hámarki í þessum leik.
Rússland 2 - 3 Wales
Þessi leikur mun enda í Golden Goal þar sem að Giggsinn skorar og tryggir sínum mönnum sigur. Þetta er leikur sem að mig langar mest að sjá af öllum leikjunum. Rússar munu ná að halda stöðunni í 2-1 þangað til að Wales skora á nítugustu mínútu. Rússland með menn eins og Vassili Berezoutski og Wales menn með menn eins og Ryan Giggs og fleiri snillinga.
Spánn 2 - 0 Noregur
Spánverjar eru með alveg rosalega sterkt lið og munu taka þetta nokkuð öruggt. Samt munu Noregur vera með nokkur mjög góð færi en klúðra þeim eins og með Ísland - Þýskaland. Spánn mun nýta sín færi betur og komast í fleiri skyndisóknir. Ég spái því að Spánverjar eigi eftir að spila varnarleik og spila boltanum áfram en Noregur munu vera í sóknarham. Spánn 2 Noregur 0.
Þetta eru mínar spár og mínar skoðanir enginn þarf að taka mark á þeim en ég bið vinsamlegast um ekkert skítkast gagnvart þeim þar sem að allir eiga rétt á sínum skoðunum.
Kveðja
Gulli.
|| Andmann