Ég vona svo innilega ekki að ég sé ekki sá eini sem sé svekktur yfir tapi landsliðsins á móti Þýskalandi á laugardaginn. Ókei, maður bjóst nú við þessu, en vonaði þó að Litháenar næðu að kreista út stig á móti Skotlandi. Leikmaður míns uppáhaldsliðs, Darren Fletcher, skoraði og draumurinn var úti.
Því langar mig til þess að ræða aðeins um liðið okkar, og hvað ykkur finnst um það.

Mér finnst okkur vanta Guðjón Þórðarsson aftur í brúnna. Ég veit alveg að landsliðið okkar var taplaust þangað til í gær undir stjórn Loga og Ásgeirs, en okkur vantar harðjaxl sem stjórann í brúnni. Mann sem er óhræddur við að skamma leikmenn í hálfleik, rífa þá í sig og jafnframt peppa þá upp. Eitthvernveginn virka þessir menn ekki þannig á mig.

Mér finnst Árni Gautur langbesti markvörður sem við höfum upp á að bjóða, og finnst mér það slæmt. Ég er ekki öruggur með hann í markinu, mér finnst hann karakterslaust úti á vellinum og finnst mér hann ekki með góð samskipti við varnarmennina. Vantar smá Peter Schmeichel jagger í hann.

Vörnin okkar er áhyggjuefni, Hermann Hreiðarsson er vissulega góður og hinir líka, en sáuiði það að vörnin okkar var mjög þunnt skipuð, og fannst mér Þjóðverjarnir komast mjög oft í hættuleg færi upp úr engu.

Það eru þrír leikmenn í landsliðinu sem mér þykir fáránlegt að séu í landsliðinu. Það eru Helgi Sigurðsson, Ríkharður Daðason og Arnar Þór Viðarsson. Ókei, vissulega veit ég að Heiðar er meiddur en hvað með Björgúlf Takefúsa, sem var markahæstur á Íslandssmótinu?

Mér finnst vanta inn nýjan þjálfara sem er harður í horn að taka sem getur þétt hópinn saman og gert góðan hóp úr þessum leikmönnum. Segið mér hvað ykkur finnst.

Kveðja,
yngvi