Þann 29. apríl n.k. sem mun vera árið 2003 munu fremstu knattspyrnumenn íslensku og finnsku þjóðanna (sem gefa kost á sér, eða sem þjálfarinn velur) mætast í vináttulandsleik í Finnlandi.
Liðin mættust síðast í byrjun árs 2000 á Norðurlandamótinu á La Manga, en báru Íslendingar þá sigur úr bítum 1-0. Spennandi verður að sjá hvernig Íslendingum gengur með Finnana, en Finnar hafa styrkst heilmikið á þessum 2 árum. Búast má þó við að LiverpoolTröllið Sami Hyypiä muni vera aðalmaðurinn í leik Finna (gefi hann kost á sér í þetta verkefni) og fyrrum Poolarinn og núverandi og fyrrverandi leikmaður Ajax, Jari Litmanen, sem hefur verið máttarstólpi í Finnska landsliðinu í gegnum árin.
Liðin hafa mæst alls 9 sinnum, en 20 ár eru síðan þau mættust síðast á Finnskri grundu.
Verður líka spennandi hvernig Atli velur íslenska liðið, en var ég ansi sáttur með síðasta hóp hans gegn Eistum, þó svo úrsltin hafi kannski ekki verið sem best.
En nú er bara að bíða að sjá.