Áhugasamir sæki um.

Venjulegast er miðað við 16 ára aldurstakmark stjórnanda á huga en á þessu áhugamáli vil ég að það sé í hið minnsta notandi með kosningarétt.

Áhugasamir og aktívir einstaklingar 18 ára og eldri endilega sæki um stöðuna HÉR

Notendur athugið:
Vegna mis góðrar stjórnunar á áhugamálum höfum við sett upp lista yfir þær kröfur sem notandi verður að uppfylla til þess að geta orðið stjórnandi. Þessar kröfur eru til viðmiðunar og getur vefstjóri ákveðið að beygja þær af og til.

Kröfur:
# Notandi þarf að hafa náð 18 ára aldri.
# Notandi þarf að hafa sent a.m.k. inn 10 greinar og sýnt fram á hann sé ágætis penni.
# Þarf að hafa náð 1000 stigum á hugi.is (fyrir annað en að skrá símanúmer)
# Þarf að hafa vit á áhugamálinu sem sótt er um (Lykilatriði)
# Þarf að hafa sent inn greinar í viðkomandi áhugamál sé áhugamálið ekki nýtt
# Þarf að koma reglulega inn á áhugamálið (helst á hverjum degi) til að samþykkja efni og halda utan um áhugamálið.
# Mælst með að viðkomandi sé hlutlaust í tali gagnvart öðrum stjórnmálaflokkum. Öllum er heimilt að hafa skoðun.
Hafa skal það í huga að hlutverk stjórnanda áhugamáls einskorðast ekki bara við að samþykkja/hafna efni og ritstýra korkum. Þess er líka krafist af stjórnendum að þeir reyni að virkja áhugamálið eftir bestu getu.

Þar sem ráðning í stjórnendastöður byggjast á þeim upplýsingum er liggja fyrir varðandi umsækjendur, eiga metnaðarfullar umsóknir sem greina frá vel frá nýjum og heillandi hugmyndum fyrir áhugamálin, sem og koma með tillögur á að bæta það sem fyrir er, mun meiri líkur á að vera samþykktar er aðrar umsóknir þar sem slíkt vantar. Yfirstjórn Huga lítur einnig svo á að þær hugmyndir og ætlanir sem fram koma í umsókninni séu eins konar “starfssamningur”, þannig að við áskiljum okkur þann rétt að vísa fólki úr starfi ef það er “allt í orði en ekkert á borði”.

Vandið ykkur og takið tíma í samsetningu umsókna ef þið viljið að við tökum ykkur til greina!

Kærar þakkir,


Takið eftir að textanum hefur verið breytt frá venjulegri stjórnunarumsókn.

Vona að ég fái einhverjar umsóknir sem skjótast.

Með kveðju,
Aiwa