Langt því frá. En þar sem að hún er oft rót flestra vandamála þá á auðvitað að einbeita sér að henni.
Mundu að þetta kemur Ríkisstefnu ekkert endilega við, þetta er peningamálastefna, þetta eru vísindi.
Og þegar ríkið fiktar í peningamagninu hvað eftir annað, með fylgjandi kreppum, verðbólgu, óðaverðbólgu og kreppuverðbólgu, þá er ekki nema von að þetta sé eitthvað sem menn leggja áherslu á.
Verðbólga er sjúkdómur sem herjar á efnahaginn. það er greinilegt að land sem er með 10% verðbólgu er með heilbrigðara efnahagslíf heldur en land með 1000% verðbólgu.
Það kostar sitt að sigrast á verðbólgu, það er aldrei gert á auðveldan hátt. En þegar það hefur tekist blasir björt framtíð við og sést greinileg ef maður skoðar velgengni Chile allt frá dögum Pinochet, sama hvort hann var harðstjóraskíthæll eða ekki… sem hann var.
http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/8/8b/GDP_per_capita_LA-Chile.png