Hann gefur nú ekki beint góð rök fyrir því hvers vegna 23% þjóðarinnar eru hálfvitar?
Þetta í raun má líkja við eins konar áróðri við einstaklinga sem hafa réttindi eins og allir aðrir til að hafa skoðun sín, án þess að vera fyrir leiðindum eða aðsúgi af öðrum.
Hér er í raun verið að brjóta jafn mikið á, skoðannafrelsi og kynþáttahatri.
Þetta er jú bæði undir sömu grein stjórnarskráinnar.
65. gr. [Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.
Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.]1)
Er þetta þá skoðanahatur eða áróður gegn skoðunum hóps sem er töluvert stór í samfélaginu?
Ég hefði ekki sagt eitt lítið orð, ef hann hefði komið með málefnaleg rök fyrir máli sínu, en engin rök voru til staðar, heldur algjörlega kraftlausar leiðinda setningar sem var líklegast ekki ætlað til uppbyggilegra umræðna.
Ég styð algerlega að fólk fái að hafa sína skoðanir, en hrein og bein leiðindi samþykki ég aldrei.