Thetta snýst ekki um ad mitt atkvaedi á mínum fjórdung hafi meiri gildi en fólk t.d á reykjavíkursvaedinu. Thad sem ad málid snýst um er ad hver fjórdungur sé nokkurnvegin “sjálfstaedur”. Hafi rodd.
Ertu að segja að þeir sem bjóði sig fram á xD úti á landi tali öðru máli en þeir sem bjóða sig fram í xD í Reykjavík?
Eins og staðan er í dag fær landsbyggðin fleiri þingmenn á hvern íbúa heldur en fólk á höfuðborgarsvæðinu.
Ýmindadu thér ad fólk á t.d Egilsstodum sem ad er í hinum endanum á landinu frá Rvk. Thau hafa sína fulltrúa á thingi vegna thess ad sá fjórdungur kaus thá. Svona er thad í dag. Sá landspartu er sennilega svipadur og rvk hvad vardar ýmsa hluti eins og heilsugaeslu og menntun.
Og hvað með minni bæi á svæðinu? Þú getur endalaust haldið áfram að kljúfa landið niður í minni og minni hluta og sagt að hver og einn hluti hafi rétt á sinni rödd og sínum fulltrúa.
Hey, á bara ekki hver einasti Íslendingur að hafa fulltrúa á þingi?
Hvernig myndi heilsugæsla og menntun á Egilstöðum verða frábrugðin í landi með einu kjördæmi?
Hinsvegar ef ad landid vaeri sameinad í 1 kjordaemi thá thyrftu thingmenn í Rvk ekki ad saekjast eftir neinum atkvaedum utan af landi, thau skipta ekki máli aftví ad 1 atkvaedi er 1 atkvaedi og ef ad meirihlutinn er í baenum… thú fattar hvad ég á vid.
Ég skil hvað þú ert að reyna að fara, en þú setur dæmið of mikið upp sem “við” og “þeir”. Eins og þetta sé einhver barátta. Það er ekki eins og allir Reykvíkingar styðji sama flokkinn eða hafi sömu skoðanir, frekar en fólk annars staðar á landinu.
Menn sækjast einfaldlega eftir atkvæðum og ná þeim þar sem þeir geta fengið þau, sama hvaðan þau koma.
Af hverju í ósköpunum ættu þingmenn að hundsa 1/3 af þjóðinni þegar þeir vita að það er nógu hörð barátta innan RVK í fyrsta lagi?
Hvada hag hefur einstaklingur sem ad vill komast á thing í thví ad lofa samgongum milli smábaeja útá landi t.d?
Er virkilega hagkvæmt að hafa smábæi úti á landi?
Thid tharna í borginni hafid hráódýra nidurgreidda straetóa til ad komast á milli medan vid hin thurfum ad keyra í vinnu/skóla sem daemi.
Og hvaðan koma þeir peningar? Reykvíkingar borga fyrir það sjálfir. Peningarnir sem fara í Strætókerfið koma ekki frá Ríkinu, frá fólki utan höfuðborgarsvæðisins.
Ef að bæir úti á landi vilja halda uppi almenningssamgöngum þá ættu þeir að ákveða það sjálfir. Það á ekki að koma ríkinu við. Reykvíkingar láta fólk úti á landi ekki borga strætókerfið sitt, af hverju ættu þeir þá að þurfa að borga samgöngukerfi þeirra sem búa úti á landi?
Ef ad landid yrdi sameinad í 1 kjordaemi er landsbyggdin daudadaemd.
Hvada réttur er í tví?
Landsbyggðin yrði alls ekki dauðadæmt. Ég sé ekki hvernig þú færð þá niðurstöðu.
En segjum sem svo (sem ég tel ólíklegt að gerist á næstu áratugum) að smábæir fari að leggjast í eyði úti á landi… Er það virkilega svo slæmt?
Á að vera að dæla peningum í það að halda uppi byggð þar sem hún kostar sig ekki… bara til þess að það sé byggð þar?