Fordómar kalla ég það að segja flokk skítaflokk án þess að bera nein rök á bak við… ekki mjög, tja, þroskað…
Til dæmis að margir sjálfstæðismenn tala um hvað það sé mikil spilling innan flokkssins, hversu mikill skítaflokkur Framsókn er, þegar það er alvitað að Sjálfstæðisflokkurinn er spilltasta stjórnmálaafl í íslenskri stjórnmálasögu, og þar af leiðandi fellur mestur skíturinn í þá áttina, fólk bara talar ekkert um það, það er bannað…
Ég held að mesta óánægja íbúa landsins, og þá helst höfuðborgarbúa, því flokkurinn stóð sig nú með ágætum á landsbyggðinni, stafi af því að hann hefur verið í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn, en það er svo erfitt og hættulegt að vera eitthvað að skíta á sjálfstæðisflokkinn, þriðji hver maður á landinu kaus nú flokkinn í síðustu kosningum, og því snúa menn sér að Framsókn og reyna að klína öllu á hana…
Enda tel ég það hafa verið eitt það viturlegasta sem Framsóknarmenn gátu gert að slíta stjórnarsamstarfinu, Sjálfstæðismenn voru að fá allan heiðurinn, við fengum bara nóg af þessu óréttlæti, og svo kemur það í ljós að á meðan Framsókn var að hlúa að sýnum málum og skoða hvort það væri minnsti möguleiki á áframhaldandi stjórn, þá voru sjálfstæðismenn, sem höfðu allan tíman sagt það að þeir vildu áframhaldandi stjórn, þegar farnir að leita annað.
Þessi karlrembusvín, sem að sjálfsögðu höfðu nánast bara karla sem ráðherra, eina konan sem þeir völdu er í hálfgerðum karla leik, hafa nú endanlega fyllt mælin. Ég er stoltur af því að vera Framsóknarmaður sama hvað aðrir segja um flokkin, jafnvel þó það sé bara fyrir það að geta verið heiðarlegur…
Ég hef bara alltaf rétt fyrir mér, þannig er það bara.