Þetta er meingallað línurit.
Verg þjóðarframleiðsla á mann í samanburði við önnur OECD ríki gæti í raun einungis sýnt tölu fara niður á við, fyrir Svíþjóð.
Af hverju?
Við lok seinni heimsstyrjaldar var mest öll Evrópa í rúst að undanskildum tveim löndum. Svíþjóð og Sviss.
Bæði lönd höfðu hagnast mikið á styrjöldinni og voru í góðum málum. Hvorugt þeirra lækkaði í þjóðarframleiðslu á mann, í raun hækkaði sú tala eftir því sem árin liðu.
Hinsvegar hefur bilið á milli Svíþjóð og annarra OECD þjóða lækkað. Þýskaland og Japan t.d. voru ekki viðskiptaveldi árið 1950, Spánn og Portúgal voru nánast þriðja heims ríki árið 1980 þegar fasistastjórnirnar féllu, hagvöxtur hefur verið mikill í öllum ríkjum OECD síðan seinni heimsstyrjöld lauk.
Hvernig væri að sýna okkur línurit sem sýnir þjóðarframleiðslu Svíþjóðar miðað við Svíþjóð sjálfa?
Og P.S. þetta er ekki fyrsta hægri stjórnin sem fer með völd í Svíþjóð. ;-)