Er ég semsagt að skilja þig rétt, robbi91? Þú spyrð hvort ég sé nasisti, útaf því að ég segist fylgja stefnu sem er örugglega andstæðan við sósíalismann. Svo er þér svarað, og sagt að nasistar séu sósíalistar. Þá skrifar þú á móti: “Var nú a tala um hitlersnasismann, sem er í rauninni ekki þjóðernissósíalismi. NAZI flokkurinn byrjaði sem þjóðernissósíalistaflokkur en endaði ekki þannig.”
Minn skilningur á andstæðum er sú að t.d. sé hægri andstæðan við vinstri og að upp sé andstæðan við niður. En þinn skilningur á þeim er greinilega að andstæðan við stefnu sem byggir á auknum ríkisframkvæmdum, meiri ríkis umsvifum og svo framvegis, þ.e. sósíalisminn, sé, eins og þú orðar það “hitlersnasisminn”. Ef ég á að skilja það rétt er “hitlernasisminn” þinn semsagt nasistastefnan sem Adolf Hitler stóð fyrir.
Í upphafi ríkisstjórnartímabils Adolfs Hitlers notaði hann ríkisfjármuni til þess að koma atvinnulífinu á stað. Hann byggir hraðbrautir, fer útí vopnaframleiðslu og stuðlar að auknum ríkis umsvifum. Í þýskalandi ríkir þá velferð, og ríkisstjórn Hitlers styrkist. Ef við förum hratt yfir sögu, þá gerist það svo að ríkisstjórn Hitlers fer að útrýma ákveðnu fólki, t.d. gyðingum, í útrýmingarbúðum. Ég geri ráð fyrir því að þú kallir þær aðgerðir “Hitlernasisman”, vegna þess að þú talar að um að NAZI flokkurinn hafi byrjað sem þjóðernissósíalistaflokkur en ekki endað þannig.
Semsagt, þú telur að andstæðan við sósíalismann sé stefna sem byggist á því að flokka fólk eftir því hvaða trúarbrögðum það fylgir, eða jafnvel bara hvaða háralit það hefur, og svo ákveði ríkisstjórn landsins hverjir séu æðri, og hina skuli þá jafnvel drepa. Í þessu tilviki voru þeir “hreinræktuðu” æðri.
Ég skil ekki hvernig þessi stefna getur verið andstæðan við sósíalismann. Ég myndi túlka það á þann hátt að andstæða við stefnu sem er fólgin í miklum ríkis umsvifum, sé stefna sem er fólgin í litlum ríkis umsvifum, t.d. frjálshyggja.
Ég held að þú verðir að skýra mál þitt betur, því það er út í hött að segja að það sem þú kallar “hitlernasisman” sé andstæðan við sósíalisma.