Stalín var líka vinur vesturlanda þegar Hitler var #1 óvinurinn. Svo má nefna að Bush eldri var í þetta skipti á móti innrásinni en sonur hans fór gegn ráðum hans. En nei meira að segja Bush eldri var með miklu minni samskipti við Írak. Auk þess að það skiptir litlu máli í dag. Frakkland, Þýskaland, Kína, Rússland og fleiri voru en þá miklar vinaþjóðir og samstarfsþjóðir en þá árið 2003 og því var mótmælt innrásinni. Hverju á það að breyta í frelsun Íraks og niðurstöðu öryggisráðsins að fyrrverandi Bandaríkjaforseti var með viss tengsl við Íraka langt aftur í tímann?
Svo er gaman að minnast á það að Írak var stofnað af Bretum á sínum tíma :) Saddam reyndi að drepa forsætisráðherra Íraks á sínum tíma og var dæmdur til dauða. Þegar ákveðið var að setja viðskiptabann yfir Írak á sínum tíma þá var stefnan sú að halda því á meðan Saddam væri við völd. Oil-for-food verkefnið sem var verkefni og ábyrgð Sameinuðu Þjóðanna og Evrópulanda átti að tryggja Írökum lyf og mat á meðan viðskiptabannið væri, þrátt fyrir að hafa klúðrað því var ekki sami vilji og hjá Bandaríkjamönnum að fara alla leið með dæmið og gefa Írökum tækifæri á að þróa betri lífsgæði í landinu. Ef eitthvað þá áttu Bandaríkjamenn að fara fyrr til Íraks, þeir áttu að ljúka þessu fyrir Aghanistan. Írakar áttu inni hjá Bandaríkjamönnum sem á sínum tíma lofuðu að frelsa þjóðina, betra seint en aldrei.